Gullkorn

Reynslan kennir okkur að ástin er ekki fólgin í því að horfa hvort á annað heldur í sömu átt.

Antoine de Saint Exupery.


Gullkorn í ljóði

Lífssins kljáður vefur vófst
viljans ráði unninn.
Minn var, áður æfin hófst,
örlagaþráður spunninn.

Emil Petersen


Gullkorn

Þegar trúboðarnir komu áttum við landið og þeir biblíuna. Þeir kenndu okkur að biðjast fyrir með lokuð augun. Þegar við opnuðum þau aftur áttu þeir landið og við biblíuna.

Jomo Kenyatta.

Gullkorn í ljóði

Að drepa sjálfan sig
er synd gegn lífsins herra,
að lifa sjálfan sig
er sjöfalt verra.
Hannes Hafstein.


Um gildi þess að brosa

· Það kostar ekkert, en ávinnur mikið.

· Það auðgar þá, er fá það, án þess að svipta þá neinu sem veita það.

· Það gerist í einni svipan, en minningin um það geymist oft ævilangt.

· Enginn er svo ríkur, að hann geti verið án þess, og enginn er svo snauður, að hann geti ekki gefið það.

· Það skapar hamingju á heimilum, góðvilja í viðskiptum og er vináttuvottur.

· Það er þreyttum hvíld, dagsbirta þeim, er dapur er, sólskin þess sorgmædda og vörn í öllum   vandræðum.

· Það verður ekki keypt, ekki sníkt eða leigt eða stolið, því að það er engum neins veraldslegs virði, fyrr en hann hefur gefið það öðrum.

· Og ef einhver skildi vera svo önnum kafinn og of þreyttur til þess að brosa til þín, þá gerðu svo vel að brosa til hans.

· Enginn þarf eins á brosi að halda og sá, sem sjálfur á ekkert bros eftir til að gefa.

· Ef þú vilt vinna vináttu manns, þá er reglan þessi:

"BROSTU"


Gullkorn

Vertu vingjarnlegur við fólk á leið þinni á toppinn því þú átt eftir að hitta það aftur á leiðinni niður.Ricard Gordon.

Gullkorn í ljóði

Af því kemur auðna mest,
ef þú fremur þetta;
heil ráð nem og hirð sem best,
hvaðan sem þau spretta.

Sigurður Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband