Gullkorn

Betra er að hafa elskað, og misst en að hafa aldrei elskað.

Crabbe.


Gullkorn

Ég segi sannleikann, þó ekki að því marki er ég gjarnan vildi, heldur eins mikið og ég þori - og ég þori alltaf meira eftir því sem ég eldist.

Montaigne.


Gullkorn

Þegar að því kemur að öll sund virðast lokuð og baráttuþrekið gjörsamlega á þrotum skulum við samt ekki gefast upp því það er einmitt þá sem allt mun snúast til betri vegar.

Harriet Beecer Stowe.


Gullkorn

Ef hamingjan lokar einum dyrum opnast aðrar; en oft horfum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki þær er standa okkur opnar.

Helen Keller.


Gullkorn í ljóði

Sæt er heit og saklaus ást,
sárt er hana að dylja;
eins og það er sælt að sjást,
sárt er líka að skilja

Páll Ólafsson.


Gullkorn

Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum.
Johannes Fibiger

Gullkorn í ljóði

Heiðurs bind þér blómaveig,
blysin yndis kveiktu.
Lífsins mynda úrval eig,
öðru í vindinn feyktu.

Ben. Einarsson

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband