Gullkorn

Það er hægt að kaupa sér öll veraldleg gæði. En sannleikann og viskuna er ekki hægt að kaupa sér.


Gullkorn

Það eru ekki áföllin sem við verðum fyrir sem skipta máli, heldur áföllin sem við lifum af.
Stephen King

Gærdagurinn er minning og morgundagurinn hugsýn.

 

Það eru tveir dagar í hverri viku sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af.
Tveir dagar sem ættu að vera lausir við ótta og kvíða.

Annar er gærdagurinn...
með sínum mistökum og áhyggjum,
göllum og glappaskotum,
sínum sársauka og kvölum.

Gærdagurinn er að eilífu liðinn og kominn úr okkar höndum.
Allir peningar heimsins geta ekki gefið okkur gærdaginn aftur.

Við getum ekki tekið til baka það sem við gerðum í gær,
né getum við þurrkað út eitt einasta orð sem við sögðum...
Gærdagurinn er liðinn!

 

Hinn dagurinn sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af er morgundagurinn,
með sínu ómögulega andstreymi, áhyggjum,
sínum vongóðu fyrirheitum og lélegu framkvæmd.

Morgundagurinn er utan okkar seilingar.

Sól morgundagsins mun rísa
annaðhvort í heiðskýru eða bak við skýjabakka,
en hún mun rísa.
Og þegar hún gerir það,
eigum við ekkert undir deginum,
því hann er enn ófæddur.

 

Því er aðeins einn dagur eftir "í dag".

Allir geta barist í orrustum eins dags.

Það er aðeins þegar við bætum við áhyggjum gærdagsins
og morgundagsins sem við brotnum saman.

Það er ekki upplifun dagsins í dag sem skapraunar fólki
það er söknuðurinn eftir einhverju sem gerðist í gær
og kvíðinn yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Lifum því fyrir einn dag í einu.

-Höfundur ókunnur-


Gullkorn

Við skulum hafa það hugfast að harmleikur lífsins liggur ekki í því að við náum ekki markmiðum okkar. Harmleikur er að hafa ekkert til að stefna að

Benjamin Mays


Gullkorn

Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýrara að taka bankalán.

Skoskt orðtak.


Gullkorn

Ógift kona óskar sér öllu framar manns. Er hún hefur eignast hann óskar hún alls annars.

Enskt orðtak.


Gullkorn

Það er ekki málið að finna stúlku, sem manni langar að hátta hjá ... hitt er málið að finna stúlku, sem mann langar að fara á fætur með.

Jens Locher.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband