Er ekki málið að kaupa vörur frá Mjólku

Þetta var virkileg ánægjuleg lausn og lítið mál fyrir okkur sem viljum sýna hug okkar í verki að kaupa vörur frá Mjólku.

Ég sá þátt þar sem var fjallað um lífshlaup Ástþórs Skúlasonar, virkileg áhugavert.  Hann hefur kostið það að taka fullan þátt í lífsbaráttunni með góðri aðstoð fjölskyldu sinnar, þrátt fyrir líkamlega fötlun.  Virkilegur innblástur fyrir okkur hin sem stundum látum alltof léttvæga hluti trufla okkar daglega líf.


mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stikilsberjasulta

1 kg græn stikilsber
1 dl vatn,

600 g sykur

3 negulnaglar,

1 kanilstöng,

Rotvarnar- eða þykkiefni ef vill.


Hreinsið berin og skolið ef með þarf. Látið þau í pott ásamt vatni og sykri. Látið standa á köldum stað í fáeinar klst. Bætið í negul og kanil, komið upp suðu. Sjóðið við vægan hita í 4-5 mín. Fleytið vel. Bæta má í rotvarnar/þykkiefni. Takið kanil og negul og hellið sultunni í hreinar, heitar krukkur. Lokið

Gullkorn í ljóði

Vér samt erum, að  mig grunar,
oft þó fáum mótbyr reynt,
fram á leið til fullkomnunnar,
en ferðin gengur nokkuð seint.

Sig. Júl. Jóhannesson (Smári)


Hver tekur við af Bush í október

Það kom svo sem ekki á óvart að Obama tæki við útnefningu sem forsetaefni, en það er vissulega spurning hvort það sé of stór biti fyrir BNA að kjósa sér þeldökkan forseta.  Það geta allir verið sammála að Obama er hæfileikaríkur og vel að því kominn að taka við sem forseti Bandaríkjanna.  Hann tæki þá við af forseta sem flestir geta verið sammála um að hafi staðið sig verr en aðrir forsetar Bandaríkjana hingað til.
mbl.is Obama fellst á útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpurnar okkar!

Frábært hjá stelpunum, vonandi á þeim eftir að ganga vel í Evrópukeppninni, ekki dónaleg viðbót við fótboltasnillingana okkar.
mbl.is Íslenskur sigur á Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn

„Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur, Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf.  Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best."

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins


Gullkorn í ljóði

Oft þó gleðjist andi minn,
aldrei hann þess nýtur.
Þó sólin aðra kyssi kinn
kuldinn hina bítur.

Gísli Ólafsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband