Gullkorn í ljóði

Mig dreymdi um dýrlegt sumar
í dimmasta norðanbyl.
Þó sál mín syngi af gleði,
er sorgin mitt undirspil.
Davíð Stefánsson


Gullkorn

Mín reynsla er sú að hamingjuna finnur maður oft í smábútum, litlum mómentum, hér og hvar í dagsins önn. Maður skynjar hana hinsvegar hvorki, né upplifir, ef viðhorfið er ekki rétt.

Gullkorn

Ég segi menn boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgst mig, af því að vegirnir, sem þeir velja, er þeir koma hvaðanæva, eru mínir vegir.

Úr Bhagavad Gita


Gullkorn í ljóði

Innsta þrá í óskahöllum
á svo margt í skauti sínu:
Ég vildi geta vafi öllum
vorylnum að hjarta þínu.

Friðrik Hansen

Gullkorn í ljóði

Vinur minn, lifðu sem lengst,
lifðu til frægðar og sóma.
Allt sem er göfugt og gott,
gleðjist og hryggist með þér.

Sig. Júl. Jóhannesson

Gullkorn

Ef maður ætlar sér að fá hluti sem maður hefur aldrei fengið áður, þá verður maður að gera hluti sem maður hefur aldrei gert áður.

Gullkorn í ljóði

Ytra skart þó eigir fátt
ógna ei svartar nætur,
vonir bjartar ef þú átt
innst við hjartarætur.

Ragnar Ásgeirsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband