12.3.2010 | 09:37
Hvar er gott að fara með hóp af fólki að borða fyrir austan fjall!
Ég er með 43 manna hóp sem ég þarf að finna matstað að kvöllagi í miðri viku í næsta mánuði. Eru þið með einhverjar tillögur, ég tek það samt fram að Rauða Húsið á Eyrabakka kemur ekki til greina vegna slæmrar reynslu frá því í fyrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 12:53
Betra seint en aldrei
Ég fagna því að Björgvin G. Sigurðsson skuli finna hvar hjarta þjóðarinnar slær. Að mínu mati hefur hann valið þá einu leið sem er fær til að sætta þjóð og þing. Það er sama við hvern ég tala að allir hafa þá sömu sýn að stjórnmálaflokkarnir, þingið og ríkisstjórnin nýtur ekki traust þjóðarinnar. Aldrei fyrr hefur það gerst að fólk reynir ekki að bera blak af sínum stjórnmálaflokki, heldur viðurkennir fúslega þá spillingu sem blasir við almenningi.
Framsóknarflokkurinn reið á vaðið og sýndi fylgisaukning hans í síðustu skoðunarkönnun svo um munaði að fólk vill að hið gamla víki fyrir nýju. Þó nú sé farið að kvisast út að nýji Framsóknar formaðurinn, sé bakkaður upp af Finni Ingólfssyni og trúi ég að reynist það satt þá muni fylgið dala fljótt aftur.
Þjóðin sér ekki mun á þeim stjórnmálaflokkum sem ekki hafa verið í stjórn og þeim er standa utan þeirra, því ríkir að ég held misskilningur hjá stjórnarandstöðuflokkunum um það að þeir þurfi ekki heldur að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Ég tek hatt minn ofan fyrir Björgvini og trúi ég að þessi ákvörðun hans verði til þess að hann eigi eftir langan feril í stjórnmálum á íslandi.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2008 | 23:50
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2008 | 13:05
Er þetta það sem koma skal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2008 | 22:56
Minning
Þín augu mild mér brosa
Á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt
Ingibjör Haraldsdóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2008 | 12:27
Fjölmiðlar, keppa og mannvitsbrekkur!
Hvern fjandann er fólkið að meina?
Fjölmiðlar taka ekki um annað en kreppuna og neyðist ég til að hlusta á eða lesa kreppufréttir daginn út og daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það en það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum.
Hvað í andskotanum heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni?
Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá?
Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi
sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki.
Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu.
Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá sem næst okkur standa. Þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?
Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum, ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í
andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.
Afsakið orðbragðið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.10.2008 | 22:29
Gullkorn um fyrirgefninguna
Allir eru alltaf svo hjálpsamir
Kærleikurinn er allstaðar og ég er elskurík og þess virði að vera elskuð.
Ég fyrirgef þér að þú skulir ekki vera eins og ég vildi að þú værir. Ég fyrirgef þér og gef þér frelsi.
Ég treysti þessum mætti og viskubrunni og veit að allt sem ég þarf að vita vitrast mér og allt sem ég þarfnast veitist mér á réttum tíma, réttum stað og í réttri röð.
Í veröld minni er allt af hinu góða.