7.8.2008 | 21:56
Um gildi þess að brosa
· Það kostar ekkert, en ávinnur mikið.
· Það auðgar þá, er fá það, án þess að svipta þá neinu sem veita það.
· Það gerist í einni svipan, en minningin um það geymist oft ævilangt.
· Enginn er svo ríkur, að hann geti verið án þess, og enginn er svo snauður, að hann geti ekki gefið það.
· Það skapar hamingju á heimilum, góðvilja í viðskiptum og er vináttuvottur.
· Það er þreyttum hvíld, dagsbirta þeim, er dapur er, sólskin þess sorgmædda og vörn í öllum vandræðum.
· Það verður ekki keypt, ekki sníkt eða leigt eða stolið, því að það er engum neins veraldslegs virði, fyrr en hann hefur gefið það öðrum.
· Og ef einhver skildi vera svo önnum kafinn og of þreyttur til þess að brosa til þín, þá gerðu svo vel að brosa til hans.
· Enginn þarf eins á brosi að halda og sá, sem sjálfur á ekkert bros eftir til að gefa.
· Ef þú vilt vinna vináttu manns, þá er reglan þessi:
"BROSTU"
Flokkur: Hugleiðsla | Facebook
Athugasemdir
Man eftir þessu - sígilt og á alltaf við. :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 22:55
Já það er stundum gott að rifja upp eitthvað gamalt og gott, og ef maður skoða vel setningarnar er mikil heimspeki í þeim
Ester Sveinbjarnardóttir, 7.8.2008 kl. 23:38
Já Ester, brosið gefur skilaboð um vilja til kærleika og virðingu þar með.
Virðingin áskapar traust, sem aftur veitir öryggi.
Maður finnur það svo vel í starfi með blessuðum börnunum, hvað brosið er mikilvægt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.8.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.