Gleðilegt sumar, þegar frýs saman sumar og vetur segir þjóðtrúin.



Um leið og ég óska bloggvinum gleðilegs sumars og þakkar jákvæð og gefandi samskipti á liðnum vetri, þá langar mig að deila með ykkur því sem mér var sagt í æsku um hvað það táknar þegar frýs saman sumar og vetur.

Þá verður sumarið betra undir bú.  Það er ekki í þeirri merkingu að sumarið verði hlýrra en önnur sumur.  Þegar sumar og vetur frýs saman þá fer nýgræðingurinn seinna af stað og er til staðar þegar ærnar bera á vorinn.  Ærnar elta svo nýgræðinginn upp eftir fjallinu og ná þannig næringa besta grasinu langt fram á sumar.  Nytin úr þeim verður feitari og meiri allt sumarið, en bændur nýttu hana, gerðu úr henni skyr og smjör sem var geymt til vetrar.  Nú verða lömbin feitari og stærri þegar þeim er slagtað að hausti.


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

semsagt loksins almennilegt grillkjöt? Gleðilegt sumar

Jón Þór Benediktsson, 24.4.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já það er nokkuð ljóst að fé verður vænt í haust og tilhlökkun að skella á sneið á grillið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.4.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

En HANN kom um síðustu helgi   . Gleðilegt sumar .

Georg Eiður Arnarson, 24.4.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar Ester og takk fyrir bloggveturinn!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Gleðilsgt sumar Ester mín,allveg sammála því að það sé  komið gott af vetri...Fórstu í stuttaran og hlaupaskóna

Guðný Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:32

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðilegt sumar

Sunna Dóra Möller, 24.4.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir viðbótarfróðleik um hvers vegna það á að vera lukka að sumar og vetur frjósi saman. Vissi ekki hvort ég átti að vera áhyggjufull vegna þess að sumar og vetur frusu ekki saman. Það er spáð næturfrosti um helgina, þannig að það dugar kannski bara miðað við þín rök.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt sumar Ester og takk fyrir veturinn.

kv.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.4.2008 kl. 00:36

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega. þetta vissu forfeðurnir, að feitu lömbin og rjóminn eru toppurinn.

ekki þetta finusnauða ástand sem ríkir í dag. feitu og góðu lömbin barasta sett í O-flokk.

eigðu gleðilegt sumar

Brjánn Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 14:30

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt sumar mín kæra og takk fyrir öll gullkornin í vetur, eigðu ljúfa helgi  Diving

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband