Klók er hún frú Clinton

Hún er með þessu að bjóða fólki uppá að kjósa konu í fyrsta skiptið í USA sem forseta og svartann varaforseta.  Þá fær fólkið allt í einum pakka, auðvitað er Barack ekki sáttur.
mbl.is Útilokar framboð með Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú ekki gáfulegt hjá frú Clinton ef hún vildi virkilega hafa hann sem varaforsetaefni. Hún króaði hann út í horn og hann varð að gefa kjósendum sínum afarkosti. Þetta var tilgangslaust og skaðar bara flokkinn. Sem ég reindar styð en ég er stuðningsmaður Barack Obama, þó það yrði flott að sjá konu þarna. Hún hefði átt að bjóða sig sem varaforsetaefni og öfugt.

Baldur Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þau eru auðvitað mjög frambærileg bæði tvö, og alls óvíst hvernig málin þróast hjá þeim, þau gætu hvort fyrir sig orðið forsetar.  Ég er nokkuð viss um að hún kæri sig ekki um Obama sem varaforseta, annars hefði hún haldið öðruvísi á spilunum, þetta er eingöngu gert í þeim tilgangi að afla sér atkvæða.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.3.2008 kl. 21:00

3 identicon

varforseta efnið hja báðum mun koma fra suðríkjunum ekki norðurríkjunum democratar eru ekki sterkir í suðri svo það þýðir ekkert að ætla ser að koma með bæði embættin ur norðri svo þið skulið skoða söguna og þa sjið íð að siðasti forseti Democrata sem var fra norðurrikjunum var Kennedy

loki (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:11

4 identicon

Sammála þér Ester. Þetta útspil Frú Clinton um að bjóða Obama varaforsetaembættið gefur þau skilaboð að hún sé reiðubúin að slíðra sverðin og snúaa bökum saman með Obama. Vinna saman eins og leiðtogar gera. Mjög í anda þess sem Bandaríkjamenn þurfa að gera næstu árin. Svar Obama er í eðli sínu neikvætt út á við. Gæti verið skilið óþakklátt af mörgum Bandaríkjamanninum. Alla vega afar snjall leikur hjá Clinton - eiginlega skák og mát. Hefði hann samþykkt þá hefði hún auðvitað unnið forvalið. Hefði hann neitað, sem hann gerði þá kom það illa út fyrir hann þ.e. neikvætt og óþakklátt. Engum svörtum manni hefur boðist þessi heiður áður. Óvíst er hvænær jafnréttisbaráttan í USA mun fá eins og frábært tækifæri. Svona í lokin þá er ég ekki enn búinn að gefast upp á Clinton/Obama framboði.

Svavar Benediktsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæll Loki, já ekki ómerkari forseti en Kennedy, þetta mun allt koma í ljós, en það er eitthvað svo skemmtilegt að fylgjast með þessu framboði.  Þau eru svo litríkir persónuleikar, mikill metnaður á ferð.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.3.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Ólafur Als

Ekki veit ég í hvaða draumalandi fólk er sem telur að Clinton hafi gert rétt með því að bjóða manninum í forystu að verða númer tvö. Einungis slys getur komið í veg fyrir að Obama fái fleiri kjörna fulltrúa en Clinton á landsþinginu í ágúst og þetta vita menn í herbúðum senatorsins frá New York. Tilboðið verður því að dæmast sem hofmóðugt vindhögg.

Ólafur Als, 10.3.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband