Betlikerlingin

Hún hokin sat á tröppum og hörkufrost var á
og hnipraði sig saman uns i kuðung hún lá
og kræklóttar hendurnar titra til og frá
um tötrana að fálma sér velgju til að ná
og augað var svo sljótt sem þess slöknað hefði ljós
í stormbylnum myrka um lífsins voða ós
Það hvarlaði gápandi stefnulaust og stirt
Og staðnæmdist við ekkert svo örvæntinga misst
Á enni sátu rákir og hrukka hrukku sleit
Þær heljarrúnir sorgar sem enginn síðar veit
Hve skýra kann frá prísund og plágum öllum þeim,
sem píslavottar gæfunnar líða hér í heim.
Hún var kanski perla sem týndi tímans haf
Var töpuð og glötuð svo enginn vissi af
Eða gimsteinn sem forðum var greiptur langs í baug,
en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug. (höfundur ókunnur).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Æðislegt ljóð. Góð áminning.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.12.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband