2.12.2007 | 00:12
Aðventa
Aðventukertin fjögur
Aðventukransar sem notaðir eru sem skraut á aðventunni fóru ekki að sjást á Íslandi fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina og urðu ekki algengir fyrr en á milli 1960 1970.
Litur kirkjunnar á aðventunni er fjóu- eða lillablár og stendur fyrir iðrun og undirbúning. Þessi sami litur er notaður á löngu föstu, fyrir páskana. Kertin á kransinum eiga því að vera lillablá en sumir kransar hafa fimm kerti, þá er eitt hvítt kerti, svo kallað Kristskerti, í miðjunni. Kertin fjögur eiga sér öll nöfn. Þann fyrsta í aðventu á spádómskertið að loga en þann dag eru lesnir upp spádómar úr Gamla testamentinu um frelsarann. Síðan kemur Betleheimskertið , þá hirðingjakertið og loks englakertið. Aðventukransinn byggir á gamalli norður-evrópskri hefð. Grenið er tákn um hið eilífa líf enda sígrænt og hringurinn er tákn um eilífðina, án upphafs og endis.
Hefðin fyrir rauða litnum er þó ríkjandi á jólunum eins og við þekkjum. Rauði liturinn er í sjálfu sér hátíðarlitur en í kirkjunni er hann notaður á annan í jólum þegar píslavotta er minnst og síðan er hann notaður á hvítasunnu sem tákn um eldinn eða heilagan anda sem settist á hvern og einn eins og tungur af eldi væru.
Flokkur: Hugleiðsla | Breytt 1.12.2007 kl. 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Ester. Takk fyrir fallega kveðju. Þá er sárt að missa sína nánustu, en sam léttara þegar fólk er fullorðið og tilbúið. Vona að það gangi vel með móður þína síðasta spölinn. Við báðar þekkjum hversu erfitt er að missa ungu ástina sína og vera ein og yfirgefin. Guð gefi þér styrk og ég mun hugsa til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2007 kl. 00:32
Sæl Ester.
Já þetta er fróðlegt, sem sagt á morgun á að lesa spádóma úr Gamla Testamentinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.12.2007 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.