Þegar lík finnst ekki.

Það er erfitt að skilja það að einhver í fullu fjöri og í blóma lífsins deyr og hverfur frá okkur fyrir fullt og allt.  Til fullvissu getum við fundið líkamann kaldan og líflausan, þar sem hann liggur í kistunni við kistulagninguna.  

Raunveruleikinn er eitthvað sem ekki verður frá vikið, en þegar líkið finnst ekki höldum við endalaust í vonina og getum ekki komið skipulagi á líf okkar og tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið.  Það má ekki gleymast að við erum mikilvægar persónur fyrir svo marga sem eru á lífi og treysta á okkur, því er sorglegt að sjá á hvaða braut foreldrar Madeleine eru. Halda sterkum höndum í vonina sem enginn annar eygir. 


mbl.is Foreldrar Madeleine að kikna undan álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

Ég stæði ekki upprétt ef þetta hefði komið fyrir mig, henni hefur örugglega verið rænt,og er trúlega á lífi, ég held lögreglan í Portugal sé ekki snögg við hlutina,þetta hefur ekkert gengið að finna út úr þessu, og allt þetta umtal og sögusagnir þetta er hrein hörmung.

Sólrún Guðjónsdóttir, 30.8.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er óskpalega slæmt mál fyrir alla. Vonandi finnst einhver botn í þetta barnsins vegna og aðstandenda.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Svo er aftur spurning hvort maður þori að fara til Portúgal eftir þetta? Sem betur fer stendur það ekki til.

Georg Eiður Arnarson, 30.8.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Sólrún, auðvitað er það fallegasta lausnin á þessu máli að stúlkunni hafi verið rænt og komið í fóstur hjá góðu fólki, en sú hlið er jafn endanleg fyrir foreldrana sem hafa misst barn sitt.  Því eftir öllu að dæma virðist engin slóð skilin eftir.

Georg ég er líka mjög hamingjusöm yfir því að þú sért ekki að fara til Portúgal, það væri ljótt ef þér yrði rænt þarna, óbætanlegt tjón fyrir Vestmannaeyjar og aðra landsmenn.  ;) 

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.8.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband