13.8.2007 | 22:54
Blogga lítið því ég er á skólabekk
Ég er í meistaranámi í lagadeildinni á Bifröst. Er að nema þar fag sem kallast skattaréttur. Þetta er til að byrja með 4 vikna staðarnám, fyrstu tvær vikurnar var ég að læra inngang að lögfræði og í dag byrjaði ég á inngangi að skattarétti. Alls eru þetta 6 einingar, svo keyrslan hefur verið með afbrigðum mikil. Þetta hefur verið til þess að ég hef ekki getað bloggað hérna, en hef samt ekki viljað svíkja ykkur um gullkornin, svo ég hef hent þeim inn svona annað slagið.
Ég verð meira í sambandi við ykkur bloggvini mína þegar þessari törn lýkur 24. ágúst.
En á meðan farið þið vel með ykkur.
Athugasemdir
Gangi þér vel mín kæra.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2007 kl. 23:43
Ég sendi þér bókhaldið þegar þú ert búin.
Georg Eiður Arnarson, 13.8.2007 kl. 23:51
Frábært hjá þér og gullkornin eru ómissandi.
Vilborg Traustadóttir, 13.8.2007 kl. 23:55
Takk takk.
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.8.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.