8.8.2007 | 22:55
Gullkorn
Svo skrítið sem það er þá elska ég lífið yfirleitt heitt og innilega og þó inn á milli gefi á bátinn, myrkrið læðist að og liti tilveruna gráma trega og fjarlægðar þá vaknar alltaf aftur upp trúin á að allt gangi upp og hamingjan verði mín enn á ný.
Þetta er spennandi verkefni sem við höfum tekið að okkur, það að lifa lífinu, og þó smærri atriði trufli stundum og ráðist oft af umhverfinu þá eru meginlínurnar ljósar og stóra markmiðið, það að ná meiri þroska á lífsleiðinni, alveg ljóst og kristaltært.
Lífsgangan getur stundum verið skrautleg, óvænt, ánægjuleg, sorgleg, erfið, jafnvel grimm, en allt er þetta skraut eitt þegar horft er á heildarmyndina og fyrst fremst tækifæri til að manni kost á að læra meira um sjálfan sig og aðra og þannig ná meiri þroska.
Skemmtilegt, fróðlegt, spennandi og oftast bara býsna ánægjulegt, er hægt að biðja um meira af einu æviskeiði.
Þetta er spennandi verkefni sem við höfum tekið að okkur, það að lifa lífinu, og þó smærri atriði trufli stundum og ráðist oft af umhverfinu þá eru meginlínurnar ljósar og stóra markmiðið, það að ná meiri þroska á lífsleiðinni, alveg ljóst og kristaltært.
Lífsgangan getur stundum verið skrautleg, óvænt, ánægjuleg, sorgleg, erfið, jafnvel grimm, en allt er þetta skraut eitt þegar horft er á heildarmyndina og fyrst fremst tækifæri til að manni kost á að læra meira um sjálfan sig og aðra og þannig ná meiri þroska.
Skemmtilegt, fróðlegt, spennandi og oftast bara býsna ánægjulegt, er hægt að biðja um meira af einu æviskeiði.
Flokkur: Hugleiðsla | Facebook
Athugasemdir
Bara ef við gætum fengið að lifa og starfa í friði þar til yfir líkur
Georg Eiður Arnarson, 8.8.2007 kl. 23:10
Georg við getum þó verið örugg með tvennt í þessum heimi, það er dauðinn og skatturinn.
Ester Sveinbjarnardóttir, 8.8.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.