20.7.2007 | 12:58
Sorglegra en tárum taki.
Það á enginn einhverja manneskju, við erum öll einstaklingar og elskuverðar manneskjur og eigum rétt á því að vera hamingjusöm.
Það hugarfar sem býr að baki þessum voðaverknaði er mér að öllu óskiljanlegur en er því miður langt frá því að vera einsdæmi. Ég veit það í hjarta mínu að þeir sem fremja slíka glæpi hljóta að upplifa helvíti á jörðu og aðstandendur þeirra sem eftir lifa líka.
Við verðum að vona að með tímanum muni réttarkerfið vinna á í þessum málum og stoppa slíka verknaði.
Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er dapurlegt allt saman, en við skulum ekki óska aðstandendum þessara ódæðismanna neinns ills - þeir eru jafn miklir einstaklingar og þessi unga stúlka
hafið góðar stundir
Jon
Jón (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:07
Sæll Jón
Það sem ég á við að aðstandendur eru alveg eins fórnarlöm í þessum málum. Fólk sem er á milli steins og sleggju.
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 13:13
þessi "heiðursmorð" eiga sér skýringar sem við getum fundið í evrópskri miðaldasögu. Þetta er vegna þess að ef einhver gifstist "röngum" aðila þá á hinn sami rétt á arfi stúlkunnar og jafnvel tilkall til eigna sem reynt er að halda innan ættarinnar.. því miður þá virðist þetta vera landlægt í mörgum múslimskum löndum eins og Pakistan, afghanistan
og austur tyrklandi. Þessir menningarheimar stangast síðan á við okkar nútímaþjóðfélag
Óskar Þorkelsson, 20.7.2007 kl. 13:16
Sæll Óskar
Auður og völd hafa oft á tíðum reynst mönnum bannvænn kokteill. Það að telja sig eiga og geta ráðstafað öðrum ber merki um vanþroska að mínu mati.
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 13:18
Sem betur fer Hanna Birna. En við íslendingar getum litið til Sturlunga til að sjá sambærileg dæmi.
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.