20.7.2007 | 12:25
Andinn og efnið.
Þó stríð herji skrokkinn á,
skír rís hugur glaður.
Því sælla er þeim að gefa en fá,
það veit sérhver maður.
Foreldrar mínir eru mikið veikir en yndislegt að vera í návistum við þau nú sem endranær. Pabbi orti eftirfarandi vísu;
St. Jósepsspítali. 12. júní 2007
Oft vill kulna gömul blóð
og gildir stofnar falla
Nú er ég með nunnublóð
og náttúrulaus að kalla.
Sveinbjörn Ingimundarson.
Ákall
Volduga jörð verndaðu þjóðanna sátt
veittu hjörð þinni mátt
stefndu huganum hátt
heyrðu Goðanna þátt.
Eygló Markúsdóttir
Athugasemdir
vil benda þér á smá villu í góðri vísu eftir pabba þinn: þú skrifar: Oft vill kulna gömul blóð...sem á auðvitað vera glóð..í stað blóð..
Ég svona rakst á þessa athyglisverðu síðu þína í vafri á vísnavefum ofl.
kveðja:
Kári Elíson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 20:01
Sæll Kári, hann er að tala um blóðið í sér, hann er nýrnaveikur og þurfti að fá blóð í æð. En mjög gott hjá honum, vegna þess að hann sér orðið svo illa að hann getur ekkert skrifað niður, þarf að leggja þetta allt á minnið.
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.7.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.