Sölkuhús

Ég fór með móður minni til Akureyrar síðast liðin vetur og gisti á gistihúsinu Sölku.  Mamma skildi eftir sig vísu, enda mjög hagmælt og tilefnið var að við vorum síðustu gestir húsráðanda.  Það kom í ljós að þetta var önnur vísan sem gistiheimilið hafði fengið en 4. september árið 1990 voru á ferð frænka mín Margrét Jóna Ísleifsdóttir og Pálmi Eyjólfsson maður hennar.  Hann orti alla sína tíð mjög skemmtilegar vísur og langar mig að leyfa ykkur að heyra vísuna hans.

Á Sölkuhúsi ég svaf í nótt
sofnaði bæði vel og fljótt.
Drottinn! hvað vel mig dreymdi,
áhyggjur hurfu alveg strax,
Efldur ég fagna komu dags
og vonda veðrinu gleymdi.

    Pálmi Eyjólfsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er vel ort. Takk fyrir að birta það.  Ég vissi ekki að það væri til Salka á Akureyri bara mín gamla á Húsavík.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband