19.7.2007 | 07:01
Sölkuhús
Ég fór með móður minni til Akureyrar síðast liðin vetur og gisti á gistihúsinu Sölku. Mamma skildi eftir sig vísu, enda mjög hagmælt og tilefnið var að við vorum síðustu gestir húsráðanda. Það kom í ljós að þetta var önnur vísan sem gistiheimilið hafði fengið en 4. september árið 1990 voru á ferð frænka mín Margrét Jóna Ísleifsdóttir og Pálmi Eyjólfsson maður hennar. Hann orti alla sína tíð mjög skemmtilegar vísur og langar mig að leyfa ykkur að heyra vísuna hans.
Á Sölkuhúsi ég svaf í nótt
sofnaði bæði vel og fljótt.
Drottinn! hvað vel mig dreymdi,
áhyggjur hurfu alveg strax,
Efldur ég fagna komu dags
og vonda veðrinu gleymdi.
Pálmi Eyjólfsson
Athugasemdir
Já, þetta er vel ort. Takk fyrir að birta það. Ég vissi ekki að það væri til Salka á Akureyri bara mín gamla á Húsavík. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.