Hugleiðingar um ástina.

Ég vona að sólin í brjósti þínu rísi jafn hátt og sú er veitir okkur yl sinn í dag.  Þú þarf umfram allt að elska sjálfan þig, treysta sjálfum þér og virða sjálfan þig.  Annars mun undirvitundin strá erfiðleikum á leið þinni og þú munt upplifa hindranir sem eiga fá farveg í flóttaleiðum þínum.  Taumleysi hvers konar s.s. ofáti, hreyfingaleysi, áfengi, eiturlyfjum, kynlífi.

Ég trúi ekki að hótanir eða höft haldi fólki saman, ég trúi því að ástin geri menn frjálsa og sé ástin sönn þá leggur þú ekki stein í götuna heldur styður þú og styrkir.

Þannig elska ég þig og ég vil að þú finnir hamingjuna sem fylgir því að lifa í sátt við sjálfan þig.  Þú hefur frjálst val, ég virði þig, ber traust til þín og elska án skilyrða.

Hafðu ekki áhyggjur af því að þú særir mig, því ást mín er hafin upp yfir það að geta ekki unað þér að fylgja þeirri leið sem hjarta þitt býður þér.

Þó svo þú elskir mig ekki táknar það ekki að ég sé ekki elsku verð og mundu það hjartað mitt að vináttan er virði gulls á jörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, hvað þetta er falleg hugleiðing !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk Guðsteinn, stundum gott að horfa inn á við.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já þetta er svo sannarlega falleg hugleiðing. Takk og knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já, þetta eru falleg orð! Takk fyrir öll þau fallegu orð sem að hér eru oft sett inn, ég kíki alltaf reglulega til að lesa gullkornin og þessi hugleiðing er svo sannarlega góð lesning! 

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 20:33

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk

Georg Eiður Arnarson, 26.6.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband