Vegurinn að hamingjunni?

Hversu hátt sem fjallið kann að vera, hversu breitt og djúpt sem fljótið kann að
vera; eldur og ís, frost og funi, hví skyldu nokkur náttúruöfl standa í vegi
hamingjunnar? Hvar sem tár sálu minnar kunna að falla, hvar sem dreyri hjarta
míns kann að drjúpa, hvar sem fótspor sorgar minnar eru mörkuð í foldu, þar mun
ég og vera og leit þín, á grýttri slóð, mun ganga sinn gang. Líf og dauði eru ei
nema fótspor í sandi tímans, ör á húð eilífðarinnar, staðirnir hvar við stigum
niður fæti í leit að hamingjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Í mínum huga er dauði bara endir á einhverju svo eitthvað nýtt geti byrjað.... Sumum getur kanski fundist þetta kalt og hrátt sem ég segi hér en er sjálf búin að upplifa stóran pakka á minn mælikvarða í sambandi við dauða/andlát....

Gefum bara hvert öðru orðablóm svo að við munum ekki sitja grátandi á jarðarför viðkomandi, grátandi yfir öllum fallegu en ósögðu orðunum sem við vildum óska þess að við hefðum sagt við viðkomandi á meðan hann /hún var hér.....

Agný, 26.6.2007 kl. 03:43

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 26.6.2007 kl. 07:38

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Agný ég segi það að líf okkar er eins og við séum fræ, þegar það fær vatn og moldu til að liggja í deyr það sem form og upp vex blóm sem við gátum ekki ímyndað okkur fegurðina á.  Það er eðlilegt að halda í það sem við höfum og erum en umbreytingin er óumflýjanleg og á ábyggilega eftir að koma okkur skemmtilega á óvart.

Ég varð ekkja 26. ára gömul og er ekki í minnsta vafa um að hann hélt áfram sinni för, þó hann lifi hér vissulega enn í sonum sínum. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2007 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband