Í fjörunni heima.

Ég er alin upp á sveitabæ sem liggur við úfið Atlantshafið.  Niðurinn í öldunum þar sem þau skella á svartan sandinn heyrast allan sólarhringinn, en eyrað nemur ekki hljóð þess fyrr en kyrrð er komin á á kveldin og fram á morgun áður en erill dagsins byrjar.  Það er nokkur munur á hljóðunum sem berast með briminu á kvöldin en þeim sem koma á morgnana.  Á kvöldin eru mest áberandi gargið í Kríunni sem hefur stóra útvarðarsveit til að líta eftir eggja og ungaþjófum.  Stöku máfur lætur í sér heyra og Stelkurinn kallast á.  Um morguninn er Tjaldurinn forsöngvari, hvellt blísturshljóðið vekur mann upp af værum blundi, og það heyrist í Hrossagauki, Jarðröku, Spóa, Lóu og stöku Máríuerla syngur af snilld.

Það er fátt meira nærandi fyrir andann en að ganga niður í fjöru, horfa á öldurnar berast upp að svörtum sandinum.  Himininn hangir yfir eins og hetta á tekönnu, heimurinn virðist takmarkaður, ekkert í honum nema þú og náttúran sem unir sæl við sitt.  Hugurinn staldrar við og tilveran, heimurinn og þú eru eitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband