19.6.2007 | 13:22
Kveikja kvenfélagsins
Kveikja kvenfélagsins
var konunnar leyndaþrá,
metnaður morgundagsins
að mega takast hér á
við torsóttar þrautir og þora,
að þræða hinn grýtta mel.
Glíman um gæfu vora
getur því endað vel.
Visku sýndu í vanda
vertu í engu hálf.
Máttugir margir standa,
mundu að vera þú sjálf.
Skopið um skoðanir kvenna
skyggir á líf þeirra enn
og viljinn að viðurkenna
að vitaskuld eru þær menn.
Kona hvað ertu kona
kroppur eða hefurðu sál.
Seiglu að sigra og vona,
sýn til að leysa hvert mál,
er horfir til heilla og vekja
hvern vilja er áður svaf,
til dáða og deyfðina hrekja
og dásvefninn hrista þeim af.
Eygló Markúsdóttir
Athugasemdir
Til hamingju með 19. júní kæra bloggvinkona!
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.