Kannski?

Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.


Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

Kannski er bestu vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.

Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.

Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfanginn af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.

Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.

Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.

Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hugvekja fyrir svefninn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 00:18

2 identicon

Takk Ester - Þetta var frábær lesning

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góða nótt- þetta er satt og rétt.

Vilborg Traustadóttir, 19.6.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ester. Þetta er svo yndislegt hjá þér, kærar þakkir. Þetta er bara svo satt allt, á varla til orð.  Takk, takk

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 00:47

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikið rétt mín kæra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.6.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta var æðisleg lesning, eitthvað sem maður ætti að hafa hugfast á hverjum degi
takk

Huld S. Ringsted, 19.6.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband