Óður til heimskunnar!

Yngsti sonur minn heillaðist mjög að þessum skemmtilegu fígúrum.  Litirnir og mjúkar útlínur hafa eflaust haft mikið að segja fyrir barnið og hann var lítið að velta fyrir sér kynhegðan fólks, dýra eða blóma á þessum tíma. 

Það er greinileg mikið að í Pólsku þjóðfélagi.


mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Já.....börnin mín hafa öll horft á Stubbana og ekkert þeirra hefur nokkru sinni velt fyrir sér kynhlutverkum þessara bangsa! Enda held ég að kynverund sé ekki eitthvað sem er á valdi barna að skilja eða velta fyrir sér, alla vega ekki þeim aldurshóp sem að horfir á Stubbana! Þetta er með heimskulegri fréttum sem að ég hef séð lengi! kveðja, Sunna

Sunna Dóra Möller, 28.5.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir að þetta sé heimskuleg frétt og maður spáir einmitt í hvað sé að í Pólsku samfélagi. Tvö af barnabörnunum mínum sem eru núna 6 og 8 ára eru alveg ok. eftir að alast upp með þessum teiknimyndum. Það var einmitt mýktin og litirnir sem ég held að hafi heillað. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

5 ára og 6 ára barnabörnin mín hafa alltaf verið mjög hrifin af Stubbunum. Aldrei hefur neinum fundist neitt afhugavert við þessa þætti í minni fjölskyldu hvað þa´foreldrum barnanna.

En faðir þeirra, sonur minn er 'frelsaður (sá eini af börnunum mínum sem er það) og allir vita hve frelsað fólk er á móti samkynhneigðum. Móðirin er katólsk og ekki eru katólikkar skilningsríkir heldur á samkynhneigða. Hvorugt þeirra hefur fundið nokkuð að þessum þáttum.

Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 22:39

4 identicon

Þetta er eiginlega súrrealískt. Ég setti fram þá tilgátu á einhverju öðru bloggi að þessi frétt hefði ruglast á milli pláneta, enda væru Stubbarnir einhvers staðar annars staðar frá.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já alltaf batnar það, hvað næst ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þessar bjútíbollur mega nú vera samkynhneigðar mín vegna.

Brynja Hjaltadóttir, 29.5.2007 kl. 00:41

7 identicon

"Varaforseti pólska þingsins, Ludwik Dorn, sem er íhaldssamur kaþólikki, ávítaði Sowinsku, og sagði við hana að hún ætti að forðast það að vera með opinberar yfirlýsingar sem þessar sem gætu orðið til þess að láta embætti umboðsmanns barna líta „fáránlega út“."

Það er ekki endilega að eitthvað sé að í pólsku samfélagi, óþarfi að koma með álíka fullyrðingar. Ég er sammála að þetta sé fáránlega gert hjá Sowinsku, en hún er ekki pólskt samfélag í heild sinni. 

Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband