Minning

Ég og Jón Sveinbjörn 3ja ára sonur minn fórum að heimsækja mömmu á Rauðakrossheimilið 1993.  Séra Karl Sigurbjörnsson talaði til fólks á heimilinu.  Það hafði fariðst ferja deginum áður og mennirnir með henni fórust.  Karl sagði að það hefði ekki einu sinni verið í valdi guðs að bjarga fólkinu.  Hann gerði svo þögn á ræðu sína til að leggja áherslu á orð sín. 

Þá reis Jón Sveinbjörn upp sem var í fanginu á mér, klifraði upp á borð og mælti skýrum háum rómi.  Víst getur Guð allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki biskup bara "inkompitent" í trúnni. Bragð er að þá barnið finnur. Hhehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Lífssýn barna er einföld og þau efast ekki um að foreldrar þeirra segi þeim aðeins sannleikann.  Sannleikurinn getur ekki verið til hálfs eða að hluta, aðeins einn og þau eru fljót að leiðrétta ef þeim finnst það eiga við. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.5.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

snemma hefur hann verið farin að líkjast pabba sínum, oft er við vorum í hópi saman strákarnir og talað var mikið komu oft svona gullkorn frá Óskari

Hallgrímur Óli Helgason, 9.5.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Víst getur Guð allt."
Viska er það sem kemur af vörum þessa barns.
Guð blessi þig og þína yndislegu fjölskyldu Ester.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flott hjá litla stubbnum Börnin eru svo nálægt Guði

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:15

6 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er börnunum líkt, trúin hrein og bein, eins og þeim er kennt, og hreinskilnin í öllu hjá þessum dýrðlingum.

Sigfús Sigurþórsson., 10.5.2007 kl. 00:16

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já minn maður sjálfum sér líkur, yndislegur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband