Grænikallinn


Götuljósin ei göngufær, svo hokin,

grænikarlinn burt er strokin

eykur líf,

eða brutu hríf,

grjónagrautur maddömunnar þrotinn.

 

Árangur áfram ekkert stopp,

álframleiðsla upp í topp

eykur auð,

ekki snauð,

allir syngja europopp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kveðja

Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Obb, bobb bobb.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.5.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heyrðu Ester, ertu að kveða um Framsókn? - grænikarlinn burt er strokin - og - Árangur áfram ekkert stopp.

Nei segibarasvona.

Sigfús Sigurþórsson., 2.5.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er svo flott! Líklega þarf ég að læra þetta eins og skólaljóðin forðum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.5.2007 kl. 00:30

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Sirry, ég hef meira verið að þýða, ljóð, greinar og allt sem er á heimasíðunni minni.  Hef ekki verið að skrifa smásögur eða slíkt.  Mér finnst ljóðið vera gott form til að koma mínu áfram, en það væri vissulega gaman að spreyta sig.  Takk fyrir ábendinguna um ritihringinn.

Sigfús ég er að yrkja um auglýsingar framsóknarflokksins, þeir auglýsa hér á blogginu.

Takk fyrir Anna, ég stóðst ekki mátið að yrkja smá um pólitík. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.5.2007 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband