29.4.2007 | 23:03
Gerfisykur veldur heilsutjóni / Aspartam á bannlista?
Ég rakst á athyglisverðar greina í blaðinu Heilsuhringurinn um Aspartam og langar að deila þeim með ykkur. Ég vissi að þessi efni væru slæm en hafði ekki hugmynd um það hversu hættuleg þau eru heilsu fólks. Því miður er efnið í ótrúlegustu matvörum á markaðinum.
"Öldungardeildarþingmaður í Albuquerque í Nýju Mexíkó lagði fram frumvarp nýlega þar í landi, um að banna allan mat í landinu sem að inniheldur Aspartam. Verði þetta frumvarp samþykkt verður með öllu bannað að selja þar matvæli sem að innihalda Aspartam í júlí 2007.
Bannið myndi þýða að hvorki mætti selja, framleiða, né flytja til Nýju Mexíkó neina vöru sem að inniheldur Aspartam, þar til að framleiðendur gætu sannað að ekki væri um krabbameinsvaldandi efni að ræða. Bannið hefur með allan gervisykur að gera, s.s. NutraSweet, Equal ofl. Aspartam er algengasta gervisætan sem notuð er í diet drykki og eru flestar diet vörur uppfullar af gervisætuefnum.
Höfundur bókarinnar "Grocery Warning" Mike Adams segist taka hatt sinn ofan fyrir yfirvöldum í Nýju Mexíkó. Yfirvöld taka þarna afstöðu með að vernda þegna sína frá þessu hættulega, taugaskaðandi matarfíkniefni, sem að hefði aldrei átt að samþykkja að nota í matvörur.
Mike Adams heldur áfram og segir að Aspartam valdi krabbameini, fæðingargöllum, offitu, blindu, flogaköstum, höfuðverkjum og mörgum öðrum hættum, tengdum heilsunni, sem að oftar en ekki væri hægt að koma í veg fyrir, ef að þetta efni yrði bannað í matar- og drykkjarföngum."
Sjá nánar á Heilsubankanum.
Linkur á grein Haraldar Magnússonar um aspartan
Athugasemdir
Ég hef mikið velt þessu fyrir mér og eftir því sem ég les meira þeim mun meira hallast ég að þeirri postmodernísku hugsun að sannindin séu dauð, það sem er rétt í dag getur verið rangt á morgun, rétt næsta dag ... og svona heldur það áfram. Líklega skipta þær hundruðum rannsóknirnar sem gerðar hafa verið á hollustu kaffis, það er ýmist allra meina bót eða hinn mesti skaðvaldur. Sama er með margar af þeim matvörum sem við erum að setja ofan í okkur. Ég hafði verulegar efasemdir um að það væri hollt að vera að innbyrða allt þetta aspartam sem sett er í þessar svokölluðu sykurskertu vörur en það hefur dregið úr þeim eftir því sem ég hef lesið meira.
Vísindavefurinn svarar spurningunni um óhollustu aspartam svona
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 23:30
Sæl Anna, þegar maður stendur í návígi við ólæknandi og kvalarfulla sjúkdóma, þá lætur maður sjálfan sig og fjölskylduna njóta vafans af neyslu vara sem geta framkallað slíka sjúkdóma sem neysla aspartam leiðir til. Á mínu heimili er því mikið drukkið af vatni og sneitt hjá sykurskertum vörum.
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 23:38
Á maður ekki bara alltaf að leita sannleikans í þessum málum eins og öllum öðrum, og sætta sig við þau mistök sem maður gerir á leiðinni? Það er varla hægt að gera betur. Hef sjálf verið í þeirri stöðu að fara út í mjög öfgafulla línu í leit að heilbrigðu mataræði þegar mamma fékk krabbamein fyrir næstum 30 árum (hún lifir enn góðu lífi). Lifði á ,,lifandi fæði" í anda Kristine Nolfi í heilt ár, sem er hrátt grænmetisfæði, á þeim tíma var ekki um auðugan garð að gresja í grænmetismálum hérlendis. Okkur tókst aldrei að smita mömmu af heilsuátakin þótt hún gerðir nokkrar góðar breytingar á sínu mataræði, eftir sinni sannfæringu. Síðan hef ég verið svolítið leitandi, ekkert ofboðslega samt. Hef fylgst með smjöri vera úthúðað og dáð, það er ,,inni" núna skilst mér. Mikið unnin vara og gervidót er alltaf að verða minna og minna spennandi, þannig að ég held að ég taki Pepsi Max neysluna úr 1-2 á viku niður í 1-2 á mánuði hér með. Svona til öryggis.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.4.2007 kl. 23:51
Ég er sammála því að mikið unnin vara er ekki spennandi, er sjálf að halda mig að hráfæði og er nokkuð viss um að þess minna af aukaefnum sem maður neytir þess betra. Ég hef t.d. alltaf haldi mig við smjör, en nota mest núna virgin olífuolíu og kókosbutter.
Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.