Hugsa til þín

Forlögin færðu okkur saman
finlegir þræðir örlög ófu.
Lífið einfalt, lán og gaman,
leyndar þrár í hjartað grófu.

Í brjósti mínu bjó uggur þungur
bægði frá mér slíkri vá.
Ástin um eilífð þú sífellt ungur
átti í mér hverja tá.

Hugsa um góðar heitar stundir,
hélstu mér í örmum þínum.
Þokukennt um þessar mundir,
þær hverfa augum mínum.

Traustið brást trega mest,
tryggt í heimi ekki neitt
Framtíðarplönin hurfu flest,
fyrirheitin það var leitt.

Í tómið stari tíminn líður
tekur í burtu og gefur nýtt.
Margar sorgir minningar líka,
mörg er leiðin býsna grýtt.

Við munum víst í burtu fara
vinur eftir þessa för
Einhver hugsar eflaust bara,
ekki sigla burt úr vör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ein ?  mér finnst ég þekkja þessa tilfinningu

Ásdís Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 02:14

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Nei Ásdís það er ég ekki, á yndislegan mann, en samt hverfur sorgin aldrei hún er hluti af lífinu, sár sem aldrei grær og maður veit aldrei afhverju hún brýst fram á yfirborðið eins og daginn sem hún settist við rúmið hjá mér, en með tímanum breytist allt.  Að hluta til venjumst við sorginni að hluta til leggur tíminn hulu yfir minningar og við erum líka svo upptekin í þessu daglega lífi.  Það er kanski sárast barnanna vegna að hann skuli ekki geta deilt neinu með okkur.  Við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sínu, þó samband sé gott í dag getur það orðið óbærilegt á morgun, en samt veltir maður því stundum fyrir sér hvar væri ég stödd í dag ef hann hefði ekki dáið?  Þessi reynsla hefur fært mér þroska sem ég nýt að hafa og ég er hamingjusöm, en ég hef aldrei hafnað eða lokað á tilfinningar mínar varðandi sorgina og ég held að það sé mörgum lærdómsríkt sem standa í sömu sporum.  Það að geta horft á hlutina eins og þeir eru gera okkur aðeins sterkari og hæfari til þess að taka því sem að höndum ber.

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.3.2007 kl. 07:24

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Snilld, takk.

Georg Eiður Arnarson, 29.3.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband