Hugleiðsla


Frið ég finn í djúpri ró
fátt um hugann reikar.
Hlýja  streymir, hugarfró
hjartað bærist veikar.

 

Styrkur ertu skapari minn
söngur í hjarta ómar.
Í ljósi þínu læt um sinn
lögin þýðu hljóma.

 

Ástin flæðir engin mörk,
átt í þessum heimi.
Þér ég skrifa þessa örk,
þökk í hjarta geymi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mikið óskaplega er þetta fallegt, ég geri fastlega ráð fyrir að þetta sé þitt verk.

Sigfús Sigurþórsson., 27.3.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir Sigfús, jú mikið rétt þetta er mitt verk

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.3.2007 kl. 05:07

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Fallegt og endilega haltu áfram að skrifa ljóð!

G.Helga Ingadóttir, 27.3.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 29.3.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband