25.3.2007 | 00:46
Er fagmennska höfð að leiðarljósi í samgöngumálum til Eyja?
Það hefur vakið undrun mína að fylgjast með framvindu samgöngumála Vestmanneyjinga. Veðurfarslega er eyjan illa sett, þar liggja niðri flugsamgöngur svo dögum skipti og þurfa því eyjaskeggjar að treysta á flutninga með ferju til lands.
Ferjan sem nú er í notkun er orðin löngu úrelt, hefur ekki þá flutningsgetu sem nauðsynleg er, sein í ferðum og ekki það sjóskip sem treysta má á því þarf oft að aflýsa ferðum hennar.
Jarðgangagerð gæti verið besta lausnin en ekki hefur fengist fjárframlög til þess að gera rannsóknir á þeim framkvæmdum.
Sú lausn sem hefur hlotið mest brautargengi hjá ríkisstjórninni er sú að byggja höfn við Bakkafjöru, en þangað er styðst að fara upp á land í beina línu frá Vestmannaeyjum. Landfræðilega er slík lausn ekki ákjósanleg vegna þess að út frá fjörunni liggur berghryggur og í framhaldi af honum er mikið sandsker sem liggur á 3,7 m dýpi. Það þýðir að hættu ástand myndast við aðkomu að höfninni þegar ölduhæð nær 3,7 metrum og ekki fært að væntanlegri höfn. Það sem af er þessu ári eru 20 dagar búnir að vera ófærir skv. þessari skilgreiningu.
En verði það úr að bryggja verði byggð á Bakkafjöru er annað ljón í veginum, en það er hinn stórhættulegi manndrápsvegur er liggur um Suðurland til höfuðborgarsvæðisins. Núverandi vegur niður í Landeyjar er varla annað en troðningar og þarf að byrja á því að ráðast í kostnaðarsamar vegaframkvæmdi upp að þjóðvegi 1, sem annar engan vegin þeim flutningum sem um hann fara.
Viti meira væri að kanna til hlitar hvort jarðgöng væri sá kostur sem menn hyggja og í milli tíðinni að kaupa stærri ferju sem gæti notað höfnina í Þorlákshöfn, líkt og verið hefur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að spurningin um fagmennskuna eigi heldur betur við hér. Mér finnst stundum eins og kappið sé meira en forsjáin þegar kemur að því að finna lausnir í málum eins og þessu. Ég bjó einu sinni í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið í í eitt ár og ein af ástæðunum fyrir því að ég hefði ekki getað hugsað mér að búa þar lengi voru samgöngurnar. Mér fannst það alltaf frekar óþægileg tilfinning að geta ekki keyrt frá eyjunni þegar ég þurfti á að halda. Oftar en ekki röskuðust öll plön meira og minna vegna þess að ekki var flogið. Svo var það líka allur þessi tími sem fór í ferðir þegar Herjólfur var notaður.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 09:51
Sammála þér Ester, takk fyrir greinina.
Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 12:09
Upplýsingarnar þínar um Bakkafjöru eru viðbót við þær efasemdir sem ég hafði fyrir um þessa leið, vegna þess að ég er sammála því að Suðurlandsvegur er ekki heppilegur á að treysta í ótryggu veðurfari að vetrarlagi. Mér finnst flugið alltaf besti ferðamátinn en í tilviki Vestmannaeyja er það alls ekki raunin, og svo er innanlandsflug ekki ásættaleg lausn vegna verðskrárinnar. Takk fyrir góð skrif.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.3.2007 kl. 16:38
Suðurlandsvegur ber ekki lengur þá umferð sem um hann fer og tími til kominn að tvöfalda hann. Við getum ekki vitað hvort jarðgöng til Vestmannaeyja sé raunhæfur kostur nema að kosta til rannsóknum á þeirri framkvæmd.
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 18:14
Hrinda vegafrmkvæmdum í gang ausur að Selfossi, Göng í gengum Hellisheiðina og göng til Eyja, punktur basta.
Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 12:18
Göng til Eyja væru glapræði.
Brynja Hjaltadóttir, 28.3.2007 kl. 00:31
Sæl Brynja, það á eftir að kanna það hvort bergið sé nógu gott til að gera göng til Eyja. Sé það í lagi finnst mér það vera rökrétt að gera göng til Eyja. Það mun gefa eyjaskeggjum meira frjálsræði og tryggari samgöngur.
Ester Sveinbjarnardóttir, 28.3.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.