Hvar er jafnréttið?

Ef það var verið að bjóða uppá stipp, hvers vegna var gengið framhjá konum og samkynhneigðum mönnum, ef á annað borð var verið að kaupa tvo aðila til sýningar? 

Hefði ekki verið betra fyrir Hestamannafélagið Hörð þá að kaupa karl og konu í strippið? 

Þetta er að mínu mati lýsandi dæmi um þá mismunun sem er á milli kynja og til þess fallið að ýta undir kvennfyrirlitningu og kynbundið ofbeldi.


mbl.is Fatafellur á samkomu hestamannafélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er erfitt að kenna gömmlum hundum að sitja .

Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Kæra nafna þú ert ekki eina konan sem ert á móti jafnrétti, hugsa samt að þú yrðir súr ef þú ættir ekki kost á því að kjósa eða mennta þig eins og var með konur sem voru fæddar um aldamótin 1900.  Hestamenn eru ekki bara af öðru kyninu, því höfðar svona skemmtiatriði ekki til gagnkynheigðra kvenna og er því mismunun innan félagsskaparins, hvernig sem á það er litið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 12:15

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég sé ekki jafnrétti í því að bjóða einhliða skemmtun fyrir karla í félagsskap þar sem eru félagsmenn af sömu kynjunum, skil ekki hvað það kemur 19 öldinni við?

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Átti að vera af báðum kynjum, konur eru líka hestamenn eins og karlar.  Hefði verið jafnréttislegt að bjóða karl og kvenn strippara.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 18:59

5 identicon

Ester Sveinbjarnardóttir, má ég benda þér á að þetta var karlakvöld og því voru konur ekki á svæðinu.

Annars var ekkert sagt við því þegar karlstripparar komu til landsins og konur flykktust til að horfa á þá, skrítið.

Það er enginn (allavega fáir) á móti jafnrétti, ekki hafa áhyggjur af því. Fólk er hinsvegar margt á móti kvenrétti Feministafélags Íslands. Karlrétti er ekki gott, og því síður kvenrétti. Hvar er t.d. réttlætið í því að ef karl og kona eru jafngóð að öllu leyti í atvinnuviðtali, að vinnuveitandi verður að velja konuna því annars bryti hann jafnréttislög? Ef einhver spyr mig er það ekki mikið jafnrétti.

Leifur (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:39

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæll Leifur.  Lélegt að skilja útundan í félagsskap og flokka fólk út eftir kyni!  Þú hefur stórkostlegt ofmat á því hvað konum finnast karlstripparar spennandi, ekki þekki ég enn, neina konu sem hefur farið á slíka samkomu.  Það eru ekki allir helteknir af opinberu sóðaklámi eins og margir vilja í veðri vaka. Lífið býður upp á svo margt annað skemmtilegt.
Lög eru sett til að vernda þá sem brotið er á, annars væru þau óþörf.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 16:10

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mæ god,  get ekki ýmyndað mér að það sé gaman að horfa á nakið eða léttklætt fólk dansa, svo þessvegna get ég ekki séð að þetta geti flokkast undir skemmtiatriði, en það hefur hver sína skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband