Él

Þó éli þykkt á okkur hér,
þeki götur auðar.
Enginn tekur eftir þér,
inni situr og puðar.

Brosið okkar birtu veitir
bætir allra hjartalag.
Svona geta hjarta heitir,
sælu gefið þennan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 21.3.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú slærð ekki slöku við Ester, en segðu mér, þú segir:

Þó éli þykkt á okkur hér,

þeki götur auðar.

???  élið þykkt á okkur hér - þeki götur auðar, ég er ábyggilega að lesa eitthvað vitlaust útúr þessu, svona er ég fattlaus

Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmm, voru göturnar ekki auðar áður en élið féll? en alla vega, það liggur við að ég sætti mig við éljaganginn ef ég fæ vísu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þó éli þykkt (það er gríðarlegur snjógangur alla vega pirrandi ) og enginn lifandi manneskja nennir að rápa um göturnar að nauðsynjalausu! í þeim skilningi eru göturnar eins auðar og þær framast geta í mannmergðinni hér ;)  Ég sé alla vega ekki eina manneskju gangandi út um gluggan hjá mér.  Hausinn á þessum bögubósum er oft torskilinn

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.3.2007 kl. 23:24

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég kann bara eitt veðurljóð og sem allir kunna. Nú er úti veður vont verður allt að klessu ekki fær hún Ester gott að gifta sig í þessu.

Georg Eiður Arnarson, 21.3.2007 kl. 23:26

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já þessi hefur verið til öldum saman eins og ég 

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.3.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Já það er rétt ég heirði hana fyrst á síðustu öld.

Georg Eiður Arnarson, 21.3.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband