
Ber, blöð og rót þessarar jurtar, kæla, mynda himnu og varna rotnun. Þau eru því góð við niðurgangi, köldu og skyrbjúgi, líka til að þurrka upp vessa í slæmum sárum. Blöðin á að taka í júni, en berin snemma í september, þegar þau eru fullvaxin. Af seyði úr berjum og blöðum skal taka tvær matskeiðar í senn annan hvern klukkutíma. Dufti sem búið er til af rótinni er gott að strá í sár með drepi. Úr berjunum má búa til mauk, með þeim móti að merja þau og blanda þau síðan með sykri eða hunangi og geyma. 1 matskeið af mauki þessu, blandað með 1 pela af vatni er gott að gefa sjúklingi sem er veikur af pest, við þorsta og hita. Ef berin eru marin og sett í járnílát og síðan sett við yl, súrna þau og verða að svörtum legi sem gefur góða hlífðarhúð (hrúður) á skinn. Ef í þau eru líka sett kalsíumsúlfat og soðin, lita þau lín og ull fjólublátt eða rústrautt ef eins er farið með blöðin lita þau gult.
Athugasemdir
Ég er alltaf búin með mín Bláber áður en ég er komin heim.
Georg Eiður Arnarson, 18.3.2007 kl. 10:10
Ólafur fannberg, 18.3.2007 kl. 14:38
Náttúruan okkar hefur greinilega svör við öllu.
Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.