Ljóð

Í ljóðinu geymi langanir mínar
liðnar stundir og framtið lika.
Stöku hugsanir snerta þínar
skilning veita og gleði ríka.

Tilvjun ræður talsvert um skoðun
og túlkun á öllu hér.
Uppeldið nokkru, umtalsins boðun,
undur lífsins og áhrif frá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fyrsti páskaeggsmálshátturinn á mínu heimili þetta árið er svona:Allt sem þú þart í lífinu er þekkingarskortur og sjálfstraust.

Georg Eiður Arnarson, 16.3.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hann áður, sjálfsagt heimatilbúinn hjá eggjabóndanum ;)  Eða páskahérinn er af erlendur bergi brotinn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.3.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikill boðskapur í fáum orðum Ester innrammað.

Sannarlega tökum við mið af samferðamönnum okkar og vegum og metum áhrif annara á okkar skoðanir en eins og þú segir kann tilviljun á stundum að ráða ferð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2007 kl. 02:46

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Fallegt, rökrétt og jafnréttislegt, þú ert góð í þessu.

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband