13.3.2007 | 21:51
Að gjalda keisaranum það sem keisarans er!
Prestur og ung kona sitja saman í flugvél á leið til Íslands frá Bandaríkjunum. Þau eru að tala saman um það hvernig fríið þeirra hafi verið. Unga konan segir við prestinn rétt undir lok flugsins:"æi veistu ég er svo hrædd um að vera stoppuð í tollinum því ég keypti mér svo dýra hárþurrku úti, svo góð og lítil, ég var að velta því fyrir mér hvort að þú gætir smyglað henni til landsins fyrir mig?"... Presturinn segir við konuna: "jú barnið mitt ég gæti það en eitt sem ég mun ekki gera fyrir þig þá er það að ljúga fyrir þig." það var allt í lagi, hann stingur þurrkunni undir kuflinn. Við tollinn fer konan í gegn og engin vandræði en þegar kemur að prestinum er hann spurður hvort hann hafi eitthvað tollskyllt. "Ekki frá mitti og upp úr nei" segir presturinn. "Nú hvað ertu þá með fyrir neðan mitti?" segir tollarinn... "Fyrir neðan mitti hef ég háþróað öflugt tæki sem hannað er til þess að þjóna konum en er enn sem komið er ónotað"...
Athugasemdir
Maður þarf að setja upp sólgleraugun eftir þennan.
Georg Eiður Arnarson, 13.3.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.