Brennt barn forðast eldinn

Í tilefni bloggfærslu prakkarans um ástina og sálina fór ég að hugleiða hversu erfitt er að framfylgja einföldum sannindum.  Hversu erfitt það getur verið að treysta öðrum og treysta þeim tilfinningum sem við sjálf berum í brjósti.  

Sem börn eigum við auðvelt með að taka öllu með opnu hugarfari, líta björtum og jákvæðum hlutum á allt og allar, en svo förum við að reka okkur á og þá myndast skrápur sem stækkar og stækkar með hverju áfalli. 

Áður en varir er skrápurinn orðinn svo þykkur að enginn kemst inn fyrir hann nema fyrir hrein töfrabrögð.  Í sálu okkar erum við sátt og þakklát fyrir skrápinn sem ver okkur fyrir öllum áföllum og við getum óáreitt haldið för okkar út í hið óvænta án þess að eiga von á því að tilfinningar okkar keyri okkur í strand með viðeigandi umróti.  Við sem sé siglum öruggan sjó og brosum í hjarta okkar og íhugum hvort það sé ekki eitthvað meira sem við getum gert til þess að tryggja varnir okkar, svo það verði nú alveg öruggt ekki bætist við hjartasár sem aldrei ná að gróa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Voðalega er þetta sætt, en samt sorglegt.

Sigfús Sigurþórsson., 10.3.2007 kl. 03:22

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

A +

Georg Eiður Arnarson, 10.3.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband