Matarvenjur þínar hafa áhrif á umhverfið.

Ef þú hættir neyslu dýraafurða hefur það jákvæð áhrif á vistkerfi jarðarinnar.

Mengun / gróðurhúsaáhrif.
Búpeningur sem alin er til manneldis framleiðir 130 sinnum meiri saurúrgang en kemur frá öllu mannkyni.  Eða 43.127 kg. á hverri sekúndu.  Úrgangur sem allt of oft rennur í ár og mengar grunnvatn.  Nærri 90% af öllum bændabýlum í Bandaríkjunum hefur útrennsli í nærliggjandi ár sem renna síðan í nærliggjandi stjórfljót eins og Mississippi.  Einnig spillast lón á býlum sem hafa búfénað, þar fer líka fram umtalsverð losun metangas í andrúmsloftið, gas sem stuðlar að gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitun.

Notkun lands / eyðing skóga / eyðing kjörlendis
Nærri 90% af öllu landi til landbúnaðarframleiðslu í Bandaríkjunum en notað til að ala búpening til manneldis.  Það þarf 20 sinnum meira land til þess að framleiða matvæli fyrir kjötætuna en grænmetisætuna.  Fyrir hvern 120 gramma nautakjöts hamborgara þarf 3,5 hektara af regnskólendi.  Ágangur vegna beitar búpenings er aðal ástæðan fyrir eyðingu hitabeltis regnskóga.

Vatn
Næstum 50% af því vatni sem notað er í Bandaríkjunum er notað fyrir búpening.  Til að framleiða 500 gr. Af nautakjöti í Kaliforníu þarf 9,326 lítra af vatni.  Þú sparar meira af vatni við að borða ekki 500 grömm af nautakjöti framleiddu í Kaliforníu en að þú myndir gera með því að sleppa því að fara í sturtu í 6 mánuði.

Orka
Við uppeldi á búfénaði til manneldis þarf meira en 30% af öllu hráefni og eldsneyti sem notuð er í Bandaríkjunum öllum.  Við framleiðslu á einföldum hamborgara platta þarf að nota eldsneyti sem nýttist sparneytnum bíl til að aka 32 kílómetra, svo ekki sé minnst á vatn sem mundi duga í 17 sturtur.

Fiskeldi / Verksmiðj togarar
Fisk og rækjueldi eyðileggja klakstaði hrygningarfiska og spilla vatni og sjó vegna mikillar notkunar á fúkkalyfjum og spilliefnum við eldi er mengar árbakka og strandlengjur.  Það hefur svo aftur víxlverkum og veldur brottflutningi heimamanna og grisjun fenjaskóganna.  Heimamenn flytja sig á land sem hefð er fyrir að rækta á hrísgrjón, sem er undirstöðu fæði þorra mannkyns. 
Líkt og búfénaður eru fiskur og rækjur rík af próteini.  Það þarf 2,5 kg af viltum sjófiski til að framleiða 500 gr. af eldisfiski eða rækju.  Heldur þú að þú sért betur settur með að veiða villta fiskinn?  Hugsaðu þig betur um.  Verksmiðjutogarar nota langar línur með þúsundir króka og stór net sem eru allt að 130 kílómetrar að lengd.  Þessi veiðafæri valda eyðileggingu, eyðileggja botngróður og draga til sín allt sem á vegi þeirra verður, þar á meðal sjávarfugla, seli, höfrunga, sjávarskjaldbökur og óteljandi aðar tegundir.  Um það bil 25% af öllum dýrum sem veidd eru í netin er hent.   Verksmiðjutogarar  hafa valdið útrýmingu eða því sem næst á meira en 100 tegundum af “matar fisk” og hafa valdið óbætanlegum skaða á öðrum tegundum.

.

Heilsa einstaklings / sýklalyf

Hlutfall offitu meðal Bandaríkjamanna er neyta kjöts næstum 50%, þetta hlutfall fellur niður í 6% meðal grænmetisætna og fer í 2% meðal þeirra er neita ekki neinnar dýrafæðu.  Aukin áhætta á hjartasjúkómum og gallsteinum meðal fólks sem þjáist af offitu er tvöföld eða þreföld; áhættan á því að fá ristilkrabbamein þrefaldast eða fjórfaldast; og áhættan á því að fá sykursýki 40 faldast frá þeim eru í kjörþyngd.  Grænmætisætur og þeir sem ekki neita dýraafurða njóta þess að minnka áhættuna á offitu, kransæðasjúkdómum , háþrýstingi, sykursýki og ýmsum tegundum af krabbameini.  Það leiðir til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og dregur líka úr kostnaði við fyrirbyggjanlegar aðgerðir í heilbrigðismálum.
Svona til viðbótar þá  áætlar (EPA) umhverfis- og heilbrigðisstofun Bandaríkjanna að 60 – 80% alls búfénaðar séu gefin fúkkalyf sem venjuleg fæðubótaefni, sem leiðir til aukins mótstöðuafls fólks við fúkkalyfjum og eykur álag vegna bacteria sem hafa mótað ónæmi fyrir fúkkalyfjum.  Um það bil 24 milljón punda af sýklalyfjum (um 70% af heildarnotkun þjóðarinnar) er bætt við fóður búpenings til að auka heilbrigði þess og vöxt. 

Almennt heilsufar

Opin menguð vatnsból á verksmiðjubúgörðum innihalda þvag og fljótandi mykju, þar þrífast meira en 150 sýklavaldar eins og Samonella, iðrakveisa, rotnunargerlar og brennisteins gerlar.  Þessir sjúkdómavaldar eru 10 – 100 sinnum útbreiddari í dýraúrgangi en í úrgangi frá mönnum og veldur alvarlegri ógnun við heilbrigði manna.  Dýra úrgangur er einnig mengaður meindýraeitri sem truflar starfemi innkirtla (með neyslu nytjaplanta) og hormónum (gefin nautpeningi til að auka vaxtahraða),sem getur breytt þróun kynfæra manna, dregið úr greind og gera okkur næmari fyrir sjúkdómum. Lón menguð af dýraúrgangi gefa frá sér eitraðar gufur (svo sem ammoniak, vetnis súlfat, koltvísýrung og metangas) sem geta valdið niðurgangi, ógleði, höfuðverk, ertingu í augum, sárum háls, andnauð, andhryglu  gengdarlausum hósta, flogum, dái, og jafnvel dauða. Nitrat-mengað drykkjarvatn getur aukið áhættu á  súrefnisskorti í blóði (blue baby syndrome) og mikið magn af nitrat mengun getur valdið fyrirvaralausu fósturláti.

Öryggi starfsmanna

Að meðaltali þjást 25% af verkamönnum á bóndabæjum árlega af meiðslum / eða sjúkdómum sem rekja má til atvinnu þeirra.  Sem er hæðsta tíðni starfsgreina tengdra veikinda í Bandaríkjunum. 
Mikil samansöfnun á metangasi og eða koltvísýrungi getur hindrað nægjanlegt súrefni til verkamanna og valdið köfnun; vetnis súlfat getur leitt til meðvitundarleysis, öndunar röskunar, og dauða á nokkrum mínútum; og ammónínak orsakar ákafa ertingu í augum, nefi, hálsi og lungum og getur einnig verið banvænt.

Framfærlsugeta / heims hungur

Búpeningur er einfaldlega ekki nægjanlega skilvirkur protein gjafi, það tekur 17 punda af korni að framleiða 1 punda af nautakjöti.  Vegna þess að kjötiðnaðurinn fórnar meira og meira af korni til að fæða búpeninginn, þar er verðmætur fæðugjafi tekin frá þeim hungruðu og er ekki liður í að draga úr fæðuskorti til fátækra í heiminum, aðallega í þróunarlöndunum.   Í ljósi þess að það er fæðuskortur í heiminum er það undravert að 70% af framleiddu korni og sojabaunum í Bandaríkjunum er notað til að fæða búpening.  Ef Ameríkanar myndu draga úr neyslu á nautakjöti um aðeins 5%, myndu leggjast til 10 milljón tonn af korni sem vantar til þess að fæða sérhverja manneskju á jörðinni sem deyr árlega úr hungri eða sjúkdómun sem rekja má til fæðuskorts.

Fréttabréf frá the chi Living Foods News through, chiDiet.com, AnnWigmore.com,CreativeHealth.us

 

ADDITIONAL RESOURCES
Diet For A New America, by John Robbins
A Diet For All Reasons, by Michael Klapper, MD
Hope's Edge, by Frances Moore Lappe and Anna Lappe
Earthsave - www.earthsave.org
Natural Resources Defense Council: www.nrdc.org

 

"Ég borða ekki rusl fæði og hugur minn er skýr." - Peace Pilgrim

Þýtt af Ester Sveinbjarnardóttur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Mér finnst mengun vera afskaplega slæm ástæða til að hætta að borða dýr. Hringrás efna í heiminum gengur sinn vanagang. Vatn sem naut drekkur yfir ævina hverfur ekki. Það er losað út í þvagi og svita, og verður eitt með umhverfinu, gufar upp og tekur sinn sess í hringrás lífsins aftur.

Grænmetisætur sem drekka kók, borða nammi og franskar kartöflur geta vel verið feitar. Kjöt gerir mann ekki feitann!

Það er hinsvegar staðreynd að ef allir væru grænmetisætur væri minna álag á vistkerfi jarðarinnar af okkar völdum, en þegar það kemur að jafn mikilvægu málefni og mengun, þá finnst mér mataræðið ekki réttur staður til að byrja.

Áhugaverðir punktar samt ;-)

kv.

Steinn kjötæta ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 26.2.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að miðla þessum fróðleik.  Hér eru bara örfáir þættir lífkeðjunnar, sem raskast í auknu mæli við fólksfjölgun og meiri neyslu.  Nánast allt, sem við neytum hefur áhrif á vistkerfið og keðjuverkan þeirra áhrifa er ófyrirsjáanlega löng.  Það er ekki alfarið spurning, hvort við borðum kjöt eða grænmeti. Við þurfum orku úr fæðunni og aukin grænmetisneysla leggur ekki síður byrðar á rýrnandi yfirborðsjarðveg og frjósemi hans. Slíkur landbúnaður spillir líka vatnsbólum, hvort sem tilbúinn eða náttúrulegur áburður er notaður. Meira þyrfti að rýma af skóglendi til að koma fyrir síaukinni neyslu og afleiðingarnar slæmar hvað, sem við gerum.  Mannfjölgun og krafa um gnægt og betri lísgæði gengur hart að jörðinni. Mikil offramleiðsla er til að við halda úrvali og miklu af landbúnaðarvörum er hent vegna þessa vegna takmarkaðs geymslutíma.

Þessi neyslutoppur gengur svo og svo lengi og svo hrynur spilaborgin. Það eru takmörk fyrir vexti í fólksfjölda og neyslu.  Það hefur að auki verið sýnt fram á að fæðusamsetning, sem er meira en 25% dýraprótein, er krabbameinsvaldur og fylgni þessa hefur verið staðfest margoft og í mörgum rannsóknum. Það er þó slæmur sannleikur fyrir markaðinn og því er slíkum upplýsingum ekki haldið að okkur.  Áróður fyrir mjólkurþambi er eitt ruglið. Þar sem þessi neysla er mest er tíðni brjósta og ristilkrabba mest. Það sem markaðurinn reynir aðjúga í okkur, sem hollustuvörum er í raun að drepa okkur. Mjólkurvörur eru líka oft stútfullar af sykri og er mjólkursamsalan stærsti einstaki sykurinnflytjandi landsins.  Rannsóknir hafa sýnt tengsl milli aukinnar sykurneyslu og ofvirknu, athyglisbrests og þroskafrávika. Neyslukúrvan og kúrva þroskafrávika frá þarsíðustu aldamótum er agerlega samhliða.

Það er erfitt að vita hvort við erum að skaða okkur og jörðina ef hagsmunaaðilar  geta keypt fjölmiðla og vísindamenn til að ljúga að okkur endalaust.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mengun við framleiðslu á grænmeti, ávöxtum og fræjum er mun minni því það þarf 20 sinnum meira land til þess að framleiða matvæli fyrir kjötætuna en grænmetisætuna.  Þá þarf 20 sinnu minni áburð, 20 sinnum minni olíu á vélar sem eru notaðar við ræktun og uppskeru 20 sinnum minna jarðnæði o.s.frv.  Þeir sem velja sér t.d. að lifa á hráfæði þurfa fljótlega minna að borða til að fá nægju sína af næringaefnum.  Ástæðan er sú að við suðu á matvælum tapast mikilvæg ensím og nærigaefni, líkaminn kallar jú eftir næringaefnum ekki kaloríum og er því sáttur við minna magn.  En auðvitað er erfitt að breyta sínum neysluvenjum, en ég væri viss um að fleiri gerðu það ef þeir gerðu sér grein fyrir því að með þeim hætti væri hægt að brauðfæða sveltandi fólk í þróunarlöndum og jafnframt auka heilsu þeirra jarðabúa sem hafa meira en í sig og á.

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.2.2007 kl. 00:08

4 identicon

Veistu að fleiri þjást af sjúkdómum tengdum offitu, en hungri í Afríku? Veistu að á ofanverðri 19. öld voru "meðvitaðir" menn almennt þeirrar skoðunar stórborgir þess tíma myndu innan örfárra áratuga drukkna í hrossaskít, ef fram færi sem horfði. En svo kom bíllinn. Veistu að það tók læknisfræðina 100 ár að vinna bug á berklum, einhverjum skelfilegasta sjúkdómi allra tíma. Veistu að það tók frjálshuga fólk meira en 70 ár að knésetja kommúnismann, einhverja skelfilegustu stjórnmálahugmynd mannsandans, hann lifir þó enn aðeins stökkbreyttur. Veistu að heimurinn er ekki að farast, þótt Vinstri græningjar handi svo. Veistu að heimurinn batnar ekkert þótt við fáum yfir okkur Net-löggu, umhverfislöggu, jafnréttislöggu eða femíníska hugmyndalöggu - hann trúlega versnar. Hafðu hugfast:"Allt er best í hófi." Líka sykur.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:35

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Verksmiðjutogarar skemma vissulega botngróður,en þá helst með trolli sem dregið er eftir botninum.Línubátar hinsvegar skemma ekki botnin,enda slitnar yfirleitt línan ef hún festist í botni.kv.

Georg Eiður Arnarson, 27.2.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Er búin að skoða aðeins,www.zedrus.is.og líst bara vel á.

Georg Eiður Arnarson, 27.2.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband