Matur er mannsins megin

Ef maður fer að hugleiða það af alvöru hvað best er að láta ofaní sig, þá liggur beinast við að neyta aðeins matar sem er ekki soðinn.  Við suðuna glatast næringarefni og ensím sem eru líkamanum nauðsynleg, líkaminn kallar líka á eftir næringaefnum, ekki kaloríum.  Þeir sem hafa snúið sér að hráfæði komast að því að smátt og smátt minnkar magn matar sem líkaminn þarf til að viðhalda orku sinni.  Einnig er það þannig að meltingarfærin þurfa að mynda slímhúð til að þola inntöku heitra rétta og drykkja, sem aftur hefur þau áhrif að meltingarvegurinn á erfiðara með að vinna úr fæðunni þau næringarefni sem er líkamanum nauðsynleg.

Uppáhalds hráfæðið mitt þessa dagana er pestó sem ég mauka úr sólþurrkuðum tómötum, ferskum tómötum, hvítlauk, döðlum og gulrófum.  Ég borða þetta með avocado sem ég sker í tvennt og væti úr ferskum limesafa.  Það er gott að raspa niður gulrætur með þessu, nota spínat eða eitthvað annað grænt grænmeti. 

Ég drekk hvern dag ekki minna en 1,5 líter af stofuheitu vatni, en það getur verið tilbreyting að raspa út í það ferska engiferrót og börk af appelsínu og sæta það með agave sýrópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er nú meiri lifandis eljan hjá þér í grænmetisdeildinni. Getur það verið sunnlenzka þrjóskugenið ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.2.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Nei gmaria, það eru þrætueplin sem við erum aldar upp við.

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.2.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband