Talað til drottins

Baldvin Björgvinsson fékk þessa vísu á fermingadaginn frá afa mínum Markúsi Jónssyni, en hann missti systur sína rétt áður en hann var fermdur. 

Láttu varma að hýrum hvarm
hlýja bjarma skína.
Yfir barm sem býr við harm
Breiddu arma þína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fallegt.

Þótt kaldur vetur kræli á sér

ogknörr í naustum frjósi.

Barnsins hjarta búi í þér

og baði líf þitt ljósi.

Því vonin sigrar vetrarbál

og vermir hverju hjarta.

Senn mun ríkja söngsins mál

og sól um veröld bjarta.

(niðurlag úr sálmi, sem ég samdi fyrir myndina mína Ikíngut) 

Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 16:44

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir þetta Jón Steinar, það er allt fallegt sem frá þér kemur

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.2.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband