Frændur kveðast á

Á sunnudögum sefur vært
í syndafleti
Á honum geta aðrir lært,
aðeins leti.

                Leifur Auðunsson

Latur skrifar letingja við litla snilli
Latur hefur litla hylli
Latur flækist bæja á milli

               Markús Jónsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já vísur milli bæja, skemmtilegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.2.2007 kl. 01:06

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Yrkir þú ekki líka? Mig grunar það. Ef svo er, viltu þá leyfa okkur að heyra eitthvað af þínum kveðskap? Og endilega haltu áfram að deila með okkur vísum.

En ég verð annars að taka upp hanskann fyrir okkur morgunsvæfa fólkið, það er nefnilega til svo skemmtilegt ortak sem haft er eftir Púlla nokkrum sem var víst mjög skemmtilegur maður í Reykjavík einhvern tíma fyrri hlutann á seinustu öld (fyrir mitt minni). Læt það samt flakka: ,,Sá sem ekki getur sofið til hádegis hefur slæma samvisku."

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.2.2007 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband