18.10.2011 | 11:28
Myntuplöntur til sölu úr heimaræktun
Ég er með nokkrar lífrænt ræktaðar fjölærar myntuplöntur til sölu, enginn tilbúinn áburður eða skordýraeitur. Fínt að hafa þær inni í vetur og skella þeim svo út í vor í garðinn eða á svalirnar. Það er skemmtilegt að geta notað eigin framleiðslu, svo er líka notalegt að hafa grænt í kringum sig í eldhúsinu svona yfir háveturinn.
Tvær plöntur í pottinum á 850 kr. Tvær fyrir eina. Gott að setja eitt til tvö lauf í klakavatnið, mjög duglegar að vaxa. Góðar í teið í Mojito drykkinn og sem krydd á lambið svo eitthvað sé nefnt. Mundu að það besta og ferskasta gerir gæfumunin fyrir heilsuna.
GSM 615 7789
Athugasemdir
Nota ekki svona en þetta er ábyggilega hollt og gott. Ég hitti Sunnu frænku þína í hverri viku á Stofunni, hún er alveg yndisleg stúlka. Kær kveðja til þín bloggvinkona
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2011 kl. 12:31
Já ég fékk kveðju frá þér um daginn takk fyrir það, sammála með frænku mína, hún er gullmoli.
Ester Sveinbjarnardóttir, 18.10.2011 kl. 18:35
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2011 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.