12.4.2011 | 21:43
"Fjölræði" og orðskrípi í lögum!
Það er ekki einu sinni hægt að googla orðin sem ríkisstjórnin telur skýra mál sitt best í nýjum fjölmiðlalögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Er hægt að fjarlægast þjóðina meira?
Fyrst þegar ég sá þetta orð "fjölræði" datt mér í hug að hér væri átt við róður á árabáti eða fjölæringi. Því næst datt mér í hug að hér gæti verið átt við þann sem vill öllu stjórna, en ræður ekki við neitt.
Þetta aftur leiddi hugann að frétt sem ég las fyrir stutt sem fjallaði um lagasetningu sem Rússar vilja innleiða. Sú löggjöf er að banna þegnunum alla notkun á netmiðlum eins og SKYPE, Hotmail og öðrum óstjórnalegum samskiptaþræðum. En viti menn þetta lagafrumvarp íslensku ríkisstjórnarinnar er líka um það að ná böndum yfir íslenska netmiðla. Fimm manna nefnd (alræðisnefnd) ætlar að sitja yfir umferð á netinu, starfar óðháð öðru stjórnvaldi og sjá um með boðum og banni að menn fjalli ekki um hatursáróður.
Mig setur hljóða!
Hvað er að gerast á ríkisstjórnarheimilinu!!!
Erum við ekki lýðræðisríki?
Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjölræði? Er það ekki svona galeiða?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 23:05
Mér finnst annars sjálfsagt að hamla gegn hatursáróðri. Ég skil vel andstöðu Omega við efnið í því ljósi.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 23:06
Samt er þetta eitthvað sem er ekki framkvæmalegt, lögin og skýringar með þeim er langt á 400 hundruð blaðsíður. Finnst það vafasamt að búa til alríkislögreglu í þessu sambandi. Menn verða að kunna sér takmörk.
Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2011 kl. 07:46
Þetta hefur nú ekki verið lýðræði síðustu 2 árin.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2011 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.