9.4.2011 | 03:39
Icesave samningurinn er hætta við fullveldi þjóðarinnar.
Fram kemur í fyrirliggjandi samningi Icesave nr. 3 að geti íslenska ríkið ekki greitt samkvæmt samningnum hafi Bretar og Hollendingar rétt til að ganga að eigum íslendinga á Íslandi.
Við búum við þá staðreynd að fólkið í landinu sveltur vegna ofurálags frá fjármálakreppunni, börn og gamalt fólk getur á engan hátt borið hönd fyrir höfuð sér. Getum við sem eru í ábyrgð fyrir framtíð landsins samþykkt það að einkafyrirtæki hirði gróða af bankastarfsemi en þjóðnýti tapið. Þessi hagfræði að ganga sífellt í vasa skattborgarans gengur einfaldlega ekki upp. Heimili landsins standa tæpt og þola ekki meiri álögur. Ég segi nei við Icesave og Já við framtíð íslands og gef vinum okkar almenningi í evrópu von um betra hagkerfi í framtíðinni.
Það að Vigdís segir já eins og Björgúlfsfeðgar undrar mig ekki, hér í landi eru tvær þjóðir, þeir sem lifa af skattpeningum okkar og dansa í kringum hirð evrópubandalagsins og við hin sem þurfum að eyða öllum stundum til að eiga fyrir salti í grautin. Þessi sama hirð notar skattpeninga okkar til að greiða niður fyrir sig menningartengd efni eins og leikhús, tónleika og listaviðburði margs konar.
Er einhver sanngirni í því að einstæðar mæður og gamalmenni niðurgreiði af sínum tekjum leikhúsmiða fyrir Vigdísi Finnbogadóttur meðan þau svelta?
Þetta er skömm Elítunnar, við erum þjóð sem ekki einu sinni getum varið saklausa borgara fyrir síauknum glæpum á götunni. Er ekki tímabært að vakna af Þyrnirósarsvefninum?
Vigdís styður samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú móðgun við fólk með lágar tekjur, gamalmenni og einstæðar mæður að halda því fram að það njóti ekki menningar eins og "elítan". Þeir eldriborgarar sem eru í kringum mig og tilheyra sannarlega engri "elítu" hafa mikið yndi af því að fara í leikhús og allskyns tónleika, og þau gætu sannarlega ekki notið þessa ef miðarnir væru ekki niðurgreiddir. Og þetta eilífa kjaftæði um einkafyrirtæki og Icesave ber annaðhvort vitni um heimsku eða fáfræði, því að það hefur verið endalaust bent á að (a) deilan snýst um hvort það eru íslenskir eða breskir/hollenskir skattgreiðendur sem bera kostnaðinn af því að innistæðueigendur (sem margir hverjir var venjulegt fólk sem vildi ávaxta sitt pund til elliáranna); einkafyrirtækið kemur hér hvergi nærri; og (b) kostnaðurinn af Icesave er einungis brot af því sem þú hefur þegar borgað vegna þess skaða sem fall einkafyrirtækjanna olli okkur. Langstærsti bitinn kom vegna þeirra milljarðahundruða sem það kostaði okkur að hafa óhæfan seðlabankastjóra -- sem nú hamast á ríkisstjórninni sem er að hreinsa upp skítinn eftir hans valdaferil. Það eru nú hinar sorglegu staðreyndir þessa máls!
Pétur (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 09:35
Við höfum aldrei verið spurð að því hvort við viljum borga fyrir einkafyrirtæki fyrr en nú því er það rökleysa að halda þessu fram. Þessi leið sem farin hefur verið af íslensku ríkisstjórinni eftir hrun er það sem kallast kommúnismi.
Ef þú heldur því fram að þeir sem eru einungis á ellilífeyri hafi efni á einhverju öðru en að hafa í sig og á, ættir þú að vera með fyrirlestra og kenna fólki að fara með peninga.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.4.2011 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.