Færsluflokkur: Ljóð
29.11.2008 | 22:56
Minning
Þín augu mild mér brosa
Á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt
Ingibjör Haraldsdóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2008 | 12:27
Gullkorn í ljóði
Sæt er heit og saklaus ást,
sárt er hana að dylja;
eins og það er sælt að sjást,
sárt er líka að skilja
Páll Ólafsson.
Ljóð | Breytt 7.8.2008 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2008 | 19:18
Gullkorn í ljóði
Heiðurs bind þér blómaveig,
blysin yndis kveiktu.
Lífsins mynda úrval eig,
öðru í vindinn feyktu.
Ljóð | Breytt 7.8.2008 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 22:44
Gullkorn í ljóði
Lífssins kljáður vefur vófst
viljans ráði unninn.
Minn var, áður æfin hófst,
örlagaþráður spunninn.
Emil Petersen
Ljóð | Breytt 7.8.2008 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 02:01
Gullkorn í ljóði
Að drepa sjálfan sig
er synd gegn lífsins herra,
að lifa sjálfan sig
er sjöfalt verra.
Hannes Hafstein.
Ljóð | Breytt 7.8.2008 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 20:20
Gullkorn í ljóði
Af því kemur auðna mest,
ef þú fremur þetta;
heil ráð nem og hirð sem best,
hvaðan sem þau spretta.
Sigurður Guðmundsson
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 19:39
Gullkorn í ljóði
Oft til baka hugur horfir
hvar sem atvik fleygja mér,
nýja árið nýjar vonir
og nýja gleði færi þær.
G. K. Jónatansson
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2008 | 22:24
Ljóð með gullkornum
Satt og logið sitt er hvað
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga.
Páll Ólafsson.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 07:34
Leit eftir eiturlyfjum á Akureyri
Drífur að djöfuls garmur
dágóðar jónur bannar,
langur laganna armur
leynda staði kannar.
Lyktar illa leiður dóni
litlu betri en róni
Hald leggur á hass
haugur er þessi rass
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 23:26
Gjöfin
Ljóð | Breytt 18.12.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)