Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fæðing Jesú

Um þetta leyti skipaði Ágústus keisari í Róm svo fyrir að allir þegnar í víðlendu ríki hans skyldu borga skatt. Þess vegna varð hver maður að láta skrásetja sig á þeim stað eða í þeirri borg þar sem hann átti ættir sínar. Jósef varð því að fara um langan veg, eða alla leið frá Nasaret í Galíleu og til borgarinnar Betlehem í Júdeu til að láta skrá sig og Maríu heitkonu sína. En María var alveg komin að því að fæða barnið sitt. Þetta langa ferðalag var afar þreytandi fyrir hana. Þegar þau komu loksins til Betlehem var gistihúsið yfirfullt og hvergi hægt að fá inni. Jósef og María voru fátæk. Þau fengu að gista úti í gripahúsi, en þar áttu uxinn og asninn bása sína. Þegar þau komu þangað var María við það að fæða. Og hún fæddi son sinn, klæddi hann og lagði í jötu. Þessa sömu nótt voru hirðingar úti í haga skammt frá Betlehem og gættu þeir hjarðar sinnar. En skyndilega varð himininn albjartur sem dagur væri og engill stóð fyrir framan þá. Hirðingarnir urðu hræddir. Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir, sem allir munu fagna. Í dag er frelsari fæddur í Betlehem. Hann er Messías, Drottinn. Og þetta er merkið sem þið skuluð fara eftir: Þið munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. “Skyndilega var með englinum fjöldi annarra engla sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og firður á jörðu hjá þeim mönnum sem hann elskar. Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himna sögðu hirðingjarnir hver við annan: “Við skulum fara til Betlehem og sjá það sem hefur gerst og Drottinn lét okkur vita um.” Þeir héldu af stað í skyndi og fundu Maríu og Jósef og nýfædda barnið sem lá í jötu. Þegar þeir höfðu séð allt þetta sögðu þeir frá því sem englarnir höfðu sagt þeim. Allt var þetta eins og englarnir höfðu sagt. María og Jósef gáfu drengjunum sínum nafnið Jesú eins og engillinn hafði mælt fyrir um.
(Endursögn jólaguðspjallsins)

Hvernig klippa á neglur á fólki.

Foreldrar mínir voru að rifja það upp hvernig neglur á fólki og hófa á hestum voru klipptar eða skornar í þeirra ungdæmi.  Það mátti alls ekki klippa nöglina í heilu lagi, það varð að búta hana niður í þrennt, því annars var hún notuð í skipið Naglfara, en það er skipið sem flytja átti hina dauðu við Ragnarrök til Heljar. 

Eins gott að skipið væri of lítið, þá væri séns á því að einhverjir slyppu við förina, lengi hafa staðið eftir mýtur frá Ásatrúnni.  


Minning

Ég og Jón Sveinbjörn 3ja ára sonur minn fórum að heimsækja mömmu á Rauðakrossheimilið 1993.  Séra Karl Sigurbjörnsson talaði til fólks á heimilinu.  Það hafði fariðst ferja deginum áður og mennirnir með henni fórust.  Karl sagði að það hefði ekki einu sinni verið í valdi guðs að bjarga fólkinu.  Hann gerði svo þögn á ræðu sína til að leggja áherslu á orð sín. 

Þá reis Jón Sveinbjörn upp sem var í fanginu á mér, klifraði upp á borð og mælti skýrum háum rómi.  Víst getur Guð allt.


Smá hugleiðing um eðli syndarinnar.

Við gerum góðverk á náunganum vegna þess að við höfum lært að meta gildi þess að njóta þeirrar sérstöku fegurðar sem slíkt veitir.  En að baki liggur sá skilningur að við gerum þetta vegna þeirrar ánægju er fellur í hlut okkar sjálfra.  Við álítum gott fyrir okkur sjálf að vera góð, svo notað sé mjög einfalt orðalag.  Þetta er greinilega eigingirni.  Og þar sem við erum eigingjörn í öllu, hljótum við að vera slæm að mati þeirra sem leita hins góða.

Þar sem hið góða er fullnæging eigingirninnar, er hið illa eða syndin, ófullnæging hennar.  Og fyrst syndin stafar af vitsmunalegum vanþroska einum er óréttmætt að ásaka þá persónu er hana drýgir, því syndin sprettur þá í raun af þeim eiginleika sem viðkomandi persónu skortir.  Slíkt væri sama og áfellast blindan mann fyrir að hegða sér á annan hátt en hinir sjáandi.

Vanþroskinn einn, í hvaða mynd sem hann birtist, gefur ástæðu til umburðarlyndis.  Á sama hátt er hlutverk umburðarlyndisins það eitt að réttlæta hinar ýmsu myndir vanþroskans.  Og þó hvorugur þessara þátta geti náð nema ímyndaðri fullkomnun er hið eðlislæga hlutverk þeirra að upphefja hvorn annar.  Þess vegna er hvorki til ófyrigefanleg synd, né óréttmætt umburðarlyndi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband