Smá hugleiðing um eðli syndarinnar.

Við gerum góðverk á náunganum vegna þess að við höfum lært að meta gildi þess að njóta þeirrar sérstöku fegurðar sem slíkt veitir.  En að baki liggur sá skilningur að við gerum þetta vegna þeirrar ánægju er fellur í hlut okkar sjálfra.  Við álítum gott fyrir okkur sjálf að vera góð, svo notað sé mjög einfalt orðalag.  Þetta er greinilega eigingirni.  Og þar sem við erum eigingjörn í öllu, hljótum við að vera slæm að mati þeirra sem leita hins góða.

Þar sem hið góða er fullnæging eigingirninnar, er hið illa eða syndin, ófullnæging hennar.  Og fyrst syndin stafar af vitsmunalegum vanþroska einum er óréttmætt að ásaka þá persónu er hana drýgir, því syndin sprettur þá í raun af þeim eiginleika sem viðkomandi persónu skortir.  Slíkt væri sama og áfellast blindan mann fyrir að hegða sér á annan hátt en hinir sjáandi.

Vanþroskinn einn, í hvaða mynd sem hann birtist, gefur ástæðu til umburðarlyndis.  Á sama hátt er hlutverk umburðarlyndisins það eitt að réttlæta hinar ýmsu myndir vanþroskans.  Og þó hvorugur þessara þátta geti náð nema ímyndaðri fullkomnun er hið eðlislæga hlutverk þeirra að upphefja hvorn annar.  Þess vegna er hvorki til ófyrigefanleg synd, né óréttmætt umburðarlyndi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn sem drap 32 manneskjur í háskólanum Virginia Tech í Bandaríkjunum um daginn, var hann vondur eða góður?  Hafði hann val um gera þetta eða ekki?

Mofi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mofi í því tilfelli reynir einmitt á umburðarlyndi okkar, það er ekki mannsins að dæma heldur guðs.  Vissulega mikill mannlegur harmleikur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.4.2007 kl. 11:51

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 25.4.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 25.4.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Drengurinn í Virginia Tech tók eigið líf svo umburðarlyndi spilar ekki stóran sess í því máli held ég, en líklega var þetta ekki það sem hann dreymdi um sem lítinn strák...

Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2007 kl. 19:47

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sorglegt mál Steinn, það er eitt af boðorðunum að við meigum ekki mann drepa.  Samúð mín er ekki síður hjá honum og fjölskyldu hans eins og hjá þeim er hann myrti og fjölskyldum þeirra.   

Við vitum ekki hvað gerist hjá fólki sem fremur svona verknað en við getum verið viss um að hann mun mæta sínum dómi, því svo sem þú sáir muntu uppskera.
Við vitum það að hamingjusamt fólk fremur ekki svona verknað.  Þá vaknar aftur sú áleitna spurning ef við sýnum meiri náungakærleika skapar það ekki heilbrigðara þjóðfélagi?  

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.4.2007 kl. 23:17

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ester mín. Mikið er þetta góður pistill hjá þér. Þú ert svo greinilega hjartahlý og yndisleg manneskja og mikill heimspekingur. Aðstandendur geranda í hryllilegum málum gleymast oft. Náungakærleikurinn byggir upp samfélög og ræðst á rót vandans. Takk fyrir þín skrif.

p.s. Við höfum hist ekki satt?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.4.2007 kl. 15:12

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Margrét, takk fyrir hlý orð.  Við erum öll á okkar þroskabraut og stefnum í sjálfu sér að sama marki.  Þú komst einu sinni heim til mín, mamma spáði fyrir þér.  Ég bjó úti á Seltjarnarnesi þá, við höfum svo hittst aftur eftir það.  

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.4.2007 kl. 18:00

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

En við??? Nei nei, égsegibarasona. Heyrðu, þetta er góður pistill, skrifaður á jákvæðan hátt, flest skrif hér á blogginu í þessa átt eru níð til einhvers, flest skrif um fólk hér á blogginu eru gerð með það í huga að leita að þrasi, búa til úlfalda og jafnvel reyna að særa einstaklinga.

 

Mikið af því sem skrifað hér á blogginu um td, trúmál, náttúruvernd, klám og kynlíf, fyrir utan náttúrulega stjónmál ofl. er gert með það í huga að fá "þras" umræður á neikvæðan hátt, búa til reyði og særindi.

 

Mikil viska og speki í þessu hjá þér Ester, takk fyrir mig.

Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 20:03

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir það Sigfús, við eigum bara eftir að hittast einn daginn á öðrum vettvangi en hér inni á bloggi. 

Fólk er að þrasa vegna þess að það vill ráða því hvernig mótaðilinn hegðar sér.  Oft eyðum við mikilli orku í að reyna að breyta fólki svo það breyti á þann hátt sem við teljum vera bestur.  Þegar fólk áttar sig á því að það getur ekki stjórnað neinum nema sjálfum sér fer það að sjá hlutina í öðru ljósi.  Við getum gefið ráð, en það er ekki okkar að passa upp á að fólk fylgi þeim ráðum.  En allir eru að gera sitt besta og það ber að virða.


Ester Sveinbjarnardóttir, 26.4.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ester, ég mundi vilja orða þetta þannig:

Það eru þrár ástæður fyrir því að fólk lætur svona:

1 Það sem þú kemur vel inn á - Oft eyðum við mikilli orku í að reyna að breyta fólki svo það breyti á þann hátt sem við teljum vera bestur. 

2 Fólk (sumt) er bara einfaldlega þrasarar, ef þú ert með einhverju, er það á móti og öfugt.

3 Bloggarar sem vilja láta bera á sér, fá comment og heimsóknir.

Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 23:14

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gleymdi að setja neðst

Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband