Færsluflokkur: Hugleiðsla

Gullkorn

Láttu ekki efa og neikvæðar hugsanir girða af framfarir þínar. (Kínverskt máltæki).

Gullkorn

Gleðin er hljómurinn sem bergmálar í alheiminum. (Úr bók Emmanuels).

Gullkorn



  Reynið ekki að bíða eftir sérstökum kringumstæðum fyrir góðverk, reynið að notast við venjulegar kringumstæður. (Jean Paul Richter)
 

 

Gullkorn

Vertu samt umfram allt sjálfum þér trúr; því fylgir eins og nóttu dagur nýr, að þú munt aldrei svíkja nokkra sál. (William Shakespeare, úr Hamlet).
 

Gullkorn

Þegar þú segir sannleikann þarftu ekki að muna neitt.

Gullkorn

Ef við gætum fært hjarta vinar það sem felst í ljúfri hugsun, í stað
þess að gefa honum gimstein eða jafnvel blóm, þá væri það gjöf eins og
einglar gefa.  (George MacDonald).

Gullkorn.

Við getum þegið hjálp frá fólki þó svo við sjáum ekki fullkomleikann í þeim, því það hefur kannski það sem við þurfum til að leiða okkur á betri veg, þá stundina.  Við þurfum ekki að vera fullkomin til að passa fullkomlega inn í augnablikið.


Gullkorn

Sjálfsvorkunnsemi er orsök allrar sorgar í lífinu. (Imayat Khan)

Gullkorn

Ég álít að fyrsta dyggðin sé að hafa hemil á tungunni. Sá kemst næst guðunum sem veit hvenær hann á að þegja, jafnvel þó hann hafi rétt fyrir sér. (Cato)

Gullkorn

Auður er eins og sjórinn; því meira sem við drekkum, því þyrstari verðum við; hið sama gildir um frægð. (Arthur Schopenhauer).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband