Færsluflokkur: Hugleiðsla

Gullkorn

Hversu uggvænleg sem framtíðin kann að virðast, verður hún aðeins einn dagur í einu.

Gullkorn

Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. (Salomón Davíðsson).

Gullkorn

Sá sem stjórnar skapi sínu er meiri en sá sem vinnur borgir. (Salómon Davíðsson)

Aðventa

Aðventukertin fjögur
Aðventukransar sem notaðir eru sem skraut á aðventunni fóru ekki að sjást á Íslandi fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina og urðu ekki algengir fyrr en á milli 1960 – 1970.
Litur kirkjunnar á aðventunni er fjóu- eða lillablár og stendur fyrir iðrun og undirbúning. Þessi sami litur er notaður á löngu föstu, fyrir páskana. Kertin á kransinum eiga því að vera lillablá en sumir kransar hafa fimm kerti, þá er eitt hvítt kerti, svo kallað Kristskerti, í miðjunni. Kertin fjögur eiga sér öll nöfn. Þann fyrsta í aðventu á spádómskertið að loga en þann dag eru lesnir upp spádómar úr Gamla testamentinu um frelsarann. Síðan kemur Betleheimskertið , þá hirðingjakertið og loks englakertið. Aðventukransinn byggir á gamalli norður-evrópskri hefð. Grenið er tákn um hið eilífa líf enda sígrænt og hringurinn er tákn um eilífðina, án upphafs og endis.
Hefðin fyrir rauða litnum er þó ríkjandi á jólunum eins og við þekkjum. Rauði liturinn er í sjálfu sér hátíðarlitur en í kirkjunni er hann notaður á annan í jólum þegar píslavotta er minnst og síðan er hann notaður á hvítasunnu sem tákn um eldinn eða heilagan anda sem settist á hvern og einn eins og tungur af eldi væru.

Gullkorn

Vinur elskar ætið og í nauð er hann sem bróðir. (Salómon Davíðsson)

Gullkorn

Mennirnir byggja múra
múra sér jafnvel klefa
með veggi úr eldföstum efa.
Gluggi er ýmist enginn
ellegar hálflokuð rifa.
Svo dúsa menn þarna dauðir
daga sem eins mætti lifa.  (Úlfur Ragnarsson).



Gullkorn

Spurðu ekki aðra álits nema þú sért fús til að hlusta.

Gullkorn

Óttastu lítt þó að hægt miði; óttastu það eitt að standa í stað.  (Kínverkst spakmæli).

Gullkorn

TIl að fá fallegar hendur, skaltu rétta þær fram þegar einhver þarf á hjálp að halda (Úr Henndes Verden)

Gullkorn

Víða til þess vott ég fann
þó venjist tíðar hinu.
Að Guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu.  (Bólu-Hjálmar)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband