Færsluflokkur: Hugleiðsla
31.12.2007 | 23:25
Gullkorn
Fólkið er kirkjunnar fegursta skraut. (Sigurgeir Sigurðsson biskup).
25.12.2007 | 12:17
Jólakveðja
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atlot eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben, úr Einræðum Starkaðar).
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atlot eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben, úr Einræðum Starkaðar).
Hugleiðsla | Breytt 17.12.2007 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2007 | 12:17
Gullkorn
Kenn þú mér, svo hugsanir mínar verði speki, tilfinningar mínar elska, og vilji minn verði kraftar. (úr ávarpi til meðlima Guðspekifélagsins eftir Annie Besant).
Hugleiðsla | Breytt 17.12.2007 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 23:39
Gullkorn
Þekking er huglausum manni jafn fánýt og blindum manni spegill. (úr Vedabókum).
17.12.2007 | 23:38
Gullkorn
Rétt eins og hjólið fer í för þess, sem dregur kerruna, fer þjáningin á hæla þess, sem talar eða gerir eitthvað af illum hug. (Dhammapada)
17.12.2007 | 23:37
Gullkorn
Vegna lítis ávinnings hlaupa menn langar leiðir, en vegna hins elífa lyfta margir ekki fæti frá jörðu. (Thomas Kempis).
17.12.2007 | 23:36
Gullkorn
Lærðu að vera tortygginn gagnvart þeim sem kenna þér að setja út á aðra. (Jesúita spakmæli).
17.12.2007 | 23:35
Gullkorn
Þögnin boðar hamingjuna best. Lítil væri hamingja mín, ef ég gæti sagt, hve mikil hún væri. (Shakespeare).
17.12.2007 | 19:39
Gullkorn
Efiðleikar eru hlutir, sem leiða í ljós, hvað mennirnir eru í raun og veru. (Epictetus)
16.12.2007 | 05:42
Gullkorn
Við eigum að byrja á okkur sjálfum, en aldrei enda á okkur sjálfum. (Shirley Maclaine)