Færsluflokkur: Hugleiðsla
24.1.2008 | 20:17
Gullkorn
Láttu hvern dag líða eins og hann sé þinn síðasti og hver stund einstök upplifun.
24.1.2008 | 20:15
Gullkorn
Ekki ætlast til þess að náungi þinn bregðist við eins og þú og reyndu ekki að fylgja annarra sannfæringu. Vertu trú/r þínum lífsgildum.
22.1.2008 | 07:35
Gullkorn
Við getum aðeins borið ábyrgð á eigin hegðan, öðrum getum við gefið ráð og stuðning.
21.1.2008 | 22:25
Gullkorn
Ef vinur þinn angrar þig með framkomu sinni, líttu fyrst í eigin barm. Ef gallar þínir speglast í honum angrar það meira en margt annað.
21.1.2008 | 22:24
Gullkorn
Þó í útliti séum við mannverurnar mismunandi erum við undir niðri afar lík.
19.1.2008 | 20:34
Gullkorn
Það að hugsa fyrirfram um afleiðingar orða sinna og gjörða í annarra garð breytir oft afstöðu okkar og gerir lífið einfaldara og fallegra.
19.1.2008 | 20:32
Gullkorn
Verum meðvituð um það að aðrar manneskjur þurfa alúð í samskiptum rétt eins og við sjálf.
17.1.2008 | 21:41
Gullkorn
Láttu sólina skína á þig og horfðu ekki á skuggana.
16.1.2008 | 22:37
Gullkorn
Það að geta haft áhyggjur af hversdagslegum hlutum táknar að við höfum ekki stór verkefni að glíma við.
15.1.2008 | 15:56
Gullkorn
Virkjaðu drauma þína þegar baráttan virðist vonlaus.